Landsbankinn vísar ásökunum Sparnaðar á bug 2. apríl 2009 14:11 Landsbankinn segir það alrangt að verið sé að hvetja sparendur til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf eins og forsvarsmaður Sparnaðar ehf. fullyrti í gær í samtali við fréttastofu. Ingólfur Ingólfsson sagði þá að að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum. Af þessum sökum hafi Sparnaður sent kvörtun til Neytendastofu vegna ólögmætra viðskiptahátta Nýja Landsbankans. „Þetta er þeim mun alvarlegri blekkingar hjá Nýja Landsbankanum þegar haft er í huga að þeir eru að hvetja sparendur til þess að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf," sagði Ingólfur einnig. Rangt að hvatt sé til uppsagnar Þetta segir Landsbankinn að sé rangt. „Ekki er rétt að Landsbankinn hvetji til uppsagnar viðbótarlífeyrissparnaðar hjá Bayern Líf sem selt er af Sparnaði ehf. Hið rétta er að margir viðskiptavinir Landsbankans hafa hætt við að færa lífeyrissparnað sinn úr Landsbankanum yfir í Bayern Líf en hart hefur verið sótt að þeim af hálfu sölumanna Bayern Líf að undanförnu," segir í yfirlýsingu frá bankanum. „Staðan hefur því verið sú að það er Bayern Líf sem hefur hvatt viðskiptavini Landsbankans til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum en ekki öfugt líkt og Bayern Líf heldur fram. Eftir að hafa fengið nánari kynningu á lífeyrissparnaðarleiðum, kostum ólíkra leiða og kostnaði sem þeim fylgir, hafa margir viðskiptavinir hætt við flutning til Bayern Líf og haldið áfram viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum." Ummæli um rangfærslur og blekkingar alröng Þá segir einnig að Landsbankinn bendi viðskiptavinum sínum á ýmsar leiðir í lífeyrissparnaði, „þar á meðal verðtryggða og óverðtryggða innlánsreikninga og leggur áherslu á langtímasparnað. Ekki er lögð áhersla á eitt sparnaðarform umfram annað heldur er það val hvers og eins og viðskiptavinum jafnframt bent á þann kost að flytja sig milli ólíkra sparnaðarleiða innan bankans. Ummæli um að beitt sé rangfærslum eða blekkingum til að ná í lífeyrissparnað fólk eru alröng." „Samkeppni um lífeyrissparnað og aukið framboð af sparnaðarleiðum er af hinu góða fyrir neytendur. Í þeirri samkeppni mun Landsbankinn leggja áherslu á góða þjónustu og fræðslu um lífeyrissparnað," segir ennfremur. Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Landsbankinn segir það alrangt að verið sé að hvetja sparendur til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf eins og forsvarsmaður Sparnaðar ehf. fullyrti í gær í samtali við fréttastofu. Ingólfur Ingólfsson sagði þá að að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum. Af þessum sökum hafi Sparnaður sent kvörtun til Neytendastofu vegna ólögmætra viðskiptahátta Nýja Landsbankans. „Þetta er þeim mun alvarlegri blekkingar hjá Nýja Landsbankanum þegar haft er í huga að þeir eru að hvetja sparendur til þess að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf," sagði Ingólfur einnig. Rangt að hvatt sé til uppsagnar Þetta segir Landsbankinn að sé rangt. „Ekki er rétt að Landsbankinn hvetji til uppsagnar viðbótarlífeyrissparnaðar hjá Bayern Líf sem selt er af Sparnaði ehf. Hið rétta er að margir viðskiptavinir Landsbankans hafa hætt við að færa lífeyrissparnað sinn úr Landsbankanum yfir í Bayern Líf en hart hefur verið sótt að þeim af hálfu sölumanna Bayern Líf að undanförnu," segir í yfirlýsingu frá bankanum. „Staðan hefur því verið sú að það er Bayern Líf sem hefur hvatt viðskiptavini Landsbankans til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum en ekki öfugt líkt og Bayern Líf heldur fram. Eftir að hafa fengið nánari kynningu á lífeyrissparnaðarleiðum, kostum ólíkra leiða og kostnaði sem þeim fylgir, hafa margir viðskiptavinir hætt við flutning til Bayern Líf og haldið áfram viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum." Ummæli um rangfærslur og blekkingar alröng Þá segir einnig að Landsbankinn bendi viðskiptavinum sínum á ýmsar leiðir í lífeyrissparnaði, „þar á meðal verðtryggða og óverðtryggða innlánsreikninga og leggur áherslu á langtímasparnað. Ekki er lögð áhersla á eitt sparnaðarform umfram annað heldur er það val hvers og eins og viðskiptavinum jafnframt bent á þann kost að flytja sig milli ólíkra sparnaðarleiða innan bankans. Ummæli um að beitt sé rangfærslum eða blekkingum til að ná í lífeyrissparnað fólk eru alröng." „Samkeppni um lífeyrissparnað og aukið framboð af sparnaðarleiðum er af hinu góða fyrir neytendur. Í þeirri samkeppni mun Landsbankinn leggja áherslu á góða þjónustu og fræðslu um lífeyrissparnað," segir ennfremur.
Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent