Erlent

Endurmenntun skilar ekki betri starfsmönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrátt fyrir að starfstengt framhaldsnám geti verið skemmtilegt bendir flest til þess að það skili fyrirtækjum ekki betri starfsmönnum, ef

marka má danska rannsókn.

Rannsóknin, sem gerð var af danska fyrirtækinu Impact Research, bendir til þess að dönsk fyrirtæki og opinberar stofnanir hafi í fyrra varið um 10 milljörðum danskra króna, eða sem samsvarar 240 milljörðum íslenskra króna, í endurmenntun og framhaldsnám fyrir starfsmenn sína. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til þess að 85% af því fé sem varið er til slíkra verkefna skili sér ekki í hæfari starfsmönnum.

Conny Bauer, framkvæmdastjóri Impact Research, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að vandinn sé hvorki að námið í boði sé lélegt né að starfsmennirnir séu latir. Skýringin sé fyrst og fremst sú að starfsmennirnir vita ekki hvernig þeir eigi að nýta sér nýja þekkingu og að í sumum tilfellum hafi þeir ekki tækifæri til að nýta sér þekkingu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×