Viðskipti innlent

Hrein eign lífeyrissjóðanna lækkaði um 29 milljarða í janúar

Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.615 milljarða kr. í lok janúar sl. og hafði lækkað um 29 milljarða kr. í mánuðinum. Sé miðað við janúar mánuð 2008 hefur hrein eign lækkað um 42 milljarða kr. eða 2,5%.

Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti um lífeyrissjóðina í hagtölu Seðlabankans. Þar segir að þessi lækkun skýrist af stærstum hluta af þeim miklu sviptingum sem áttu sér stað á íslenskum fjármálamörkuðum í október 2008. Frá lok október hefur lækkun á hreinni eign lífeyrissjóðanna mátt rekja til breytinga á erlendum eignum sjóðanna.

Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×