Viðskipti innlent

Fáir þekkja nýja seðlabankastjórann

Óli Tynes skrifar
Davíð Oddsyni finnst lítið til nýja seðlabankastjórans koma.
Davíð Oddsyni finnst lítið til nýja seðlabankastjórans koma.

Það virðist vera rétt hjá Davíð Oddssyni að hinn nýi seðlabankastjóri Svein Harald Öygard er ekki stórt nafn í hinum alþjóðlega fjármálaheimi.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær sagði Davíð að norðmaðurinn væri lausamaður norska Verkamannaflokksins sem kæmi ekki einusinni upp ef nafn hans væri slegið inn á leitarvélina Google.

Vísir sló Öygard inn á Google og fékk upp þrettánþúsund og eitthundrað tilvísanir. Þær virtust þó yfirleitt tengjast því að sagt hefur verið frá því í fréttum um allan heim að norðmaðurinn hafi verið gerður að seðlabankastjóra Íslands.

Um hann sjálfan er ekkert að finna jafnvel ekki á Wikipedia.

Þetta má bera saman við Evu Joly sem er nýráðin sem ráðgjafi sérstaks saksóknara í bankahruninu. Um hana eru 3.420.000 færslur.

Og Davíð Oddsson sjálfur? Jú, 870 þúsund færslur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×