Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum 27. ágúst 2009 06:00 Það er athyglisvert að á þeim tímum sem þjóðin þarf hvað mest á því að halda að glata ekki eigum sínum og auðlindum skuli standa fyrir dyrum í fullri alvöru að selja kanadísku einkafyrirtæki hlut í HS Orku - fyrirtæki sem sér um að veita grunnþjónustu til íbúa á Reykjanesi. Helstu rök þeirra sem vilja selja eru að auðlindirnar séu ekki framseldar til einkaaðila, heldur aðeins eignaréttur í framleiðslufyrirtækinu. Samt sem áður eignast hinn nýi eigandi afnot af auðlindinni til næstu 65 ára, framlengjanlegt til 65 ára í framhaldi af því. Af þessu tilefni tel ég mig knúna til að vekja athygli á viðbrögðum erlendra aðila við bloggfærslu sem ég skrifaði á ensku um þetta efni á vefsíðu minni www.icelandweatherreport.com. Umrædd bloggfærsla, sem birtist s.l. fimmtudag, hefur þegar þetta er skrifað fengið u.þ.b. 50 athugasemdir og flestar eru þær á einn veg - alvarleg viðvörunarorð til okkar Íslendinga um að láta ekki einkavæða þá mikilvægu grunnþjónustu sem orkuvinnslan er. Þetta fólk talar af eigin reynslu og skilaboðin eru skýr. Alls staðar þar sem þetta hefur verið gert hefur orðið hnignun og arður fyrirtækjanna ekki farið í að bæta þjónustu eða uppbyggingu, heldur til að greiða sem mestan arð til eigendanna. Aðaleinkennið er hækkun gjaldskrár - mun dýrari þjónusta til þess að standa undir arðgreiðslum á meðan viðhald á grunnvirkjum er vanrækt. Ég vil vitna hér í nokkrar af þeim athugasemdum sem hafa borist. Lesandi sem kallar sig Koster og er búsettur á Íslandi segir: „Ein ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands var vegna orkunnar og jarðhitans. Þegar við bjuggum í Alberta, Kanada, stað sem er mjög hallur undir einkavæðingu, var hitareikningurinn kominn úr öllum böndum, og var oft hærri en afborganir okkar af húsnæðislánum á veturna. Á veturna, og það er kalt í Kanada, hafa margir ekki efni á að halda húsnæði sínu við þokkalegt hitastig, sem veldur margvíslegum vandamálum. Það er þetta sem gerist þegar einkafyrirtæki leitar leiða til að græða á grunnþörfum." Þjóðverji einn skrifar: „Reynsla okkar í Þýskalandi er að einkavæðing veitufyrirtækja, sérstaklega orkufyrirtækja, hefur leitt til hærri verðskrár og verri þjónustu. Þar sem hagnaður er aðalmarkmiðið er þeim þáttum sem krefjast útgjalda, svo sem viðhaldi á grunnvirkjum, t.d. rafmagnslínum, almennt ekki sinnt." Lesandi sem kallar sig D_Boone tekur undir ofangreint sjónarmið og skrifar: „Þetta kemur fullkomlega heim og saman við það sem hefur gerst í Nýja Sjálandi á síðasta áratug, eftir að rafveitumarkaðurinn var gefinn frjáls. En ekki trúa mér: ‚gúglaðu' þetta og þú munt finna dæmi um okur, rafmagnsskort, ónæga fjárfestingu í grunnvirkjum og jafnvel markaðsmisnotkun." Annar lesandi, Lee, vekur athygli á því sem gæti gerst á þeim 130 árum sem afnot af auðlind okkar Íslendinga er í annarra höndum: „130 ár ... á þeim tíma mun HS Orka hafa skipt um eigendur 17 sinnum, mun hafa verið endurþjóðnýtt 4 sinnum á 12 samdráttartímabilum, endureinkavædd 5 sinnum, veðsett 3 sinnum í 6 hagvaxtarbólum, og eignir þess gerðar upptækar tvisvar í 3 styrjöldum." Í stuttu máli birtist hér ógnvekjandi framtíðarsýn, svo ekki sé meira sagt. Ég tel óhætt að fullyrða að það yrði stórslys ef þessi misráðna einkavæðing yrði að veruleika. Jarðorka okkar Íslendinga er dýrmæt auðlind sem með tímanum mun aðeins verða verðmætari - eins og þeir sem sóst hafa eftir að eignast orkufyrirtækin á síðustu árum vita vel. Á þessum örlagatímum er allt í húfi - ekki síst að halda eftir þeim náttúruverðmætum sem við eigum. Við eigum að leita allra leiða til að halda HS Orku undir stjórn hins opinbera og krefjast þess af okkar stjórnmálamönnum að þeir beiti sér fyrir því. Að lokum hvet ég alla til að lesa athugasemdirnar við umrædda bloggfærslu á slóðinni: http://tinyurl.com/muy9sp Höfundur er þýðandi og bloggar á www.icelandweatherreport.com. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að á þeim tímum sem þjóðin þarf hvað mest á því að halda að glata ekki eigum sínum og auðlindum skuli standa fyrir dyrum í fullri alvöru að selja kanadísku einkafyrirtæki hlut í HS Orku - fyrirtæki sem sér um að veita grunnþjónustu til íbúa á Reykjanesi. Helstu rök þeirra sem vilja selja eru að auðlindirnar séu ekki framseldar til einkaaðila, heldur aðeins eignaréttur í framleiðslufyrirtækinu. Samt sem áður eignast hinn nýi eigandi afnot af auðlindinni til næstu 65 ára, framlengjanlegt til 65 ára í framhaldi af því. Af þessu tilefni tel ég mig knúna til að vekja athygli á viðbrögðum erlendra aðila við bloggfærslu sem ég skrifaði á ensku um þetta efni á vefsíðu minni www.icelandweatherreport.com. Umrædd bloggfærsla, sem birtist s.l. fimmtudag, hefur þegar þetta er skrifað fengið u.þ.b. 50 athugasemdir og flestar eru þær á einn veg - alvarleg viðvörunarorð til okkar Íslendinga um að láta ekki einkavæða þá mikilvægu grunnþjónustu sem orkuvinnslan er. Þetta fólk talar af eigin reynslu og skilaboðin eru skýr. Alls staðar þar sem þetta hefur verið gert hefur orðið hnignun og arður fyrirtækjanna ekki farið í að bæta þjónustu eða uppbyggingu, heldur til að greiða sem mestan arð til eigendanna. Aðaleinkennið er hækkun gjaldskrár - mun dýrari þjónusta til þess að standa undir arðgreiðslum á meðan viðhald á grunnvirkjum er vanrækt. Ég vil vitna hér í nokkrar af þeim athugasemdum sem hafa borist. Lesandi sem kallar sig Koster og er búsettur á Íslandi segir: „Ein ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands var vegna orkunnar og jarðhitans. Þegar við bjuggum í Alberta, Kanada, stað sem er mjög hallur undir einkavæðingu, var hitareikningurinn kominn úr öllum böndum, og var oft hærri en afborganir okkar af húsnæðislánum á veturna. Á veturna, og það er kalt í Kanada, hafa margir ekki efni á að halda húsnæði sínu við þokkalegt hitastig, sem veldur margvíslegum vandamálum. Það er þetta sem gerist þegar einkafyrirtæki leitar leiða til að græða á grunnþörfum." Þjóðverji einn skrifar: „Reynsla okkar í Þýskalandi er að einkavæðing veitufyrirtækja, sérstaklega orkufyrirtækja, hefur leitt til hærri verðskrár og verri þjónustu. Þar sem hagnaður er aðalmarkmiðið er þeim þáttum sem krefjast útgjalda, svo sem viðhaldi á grunnvirkjum, t.d. rafmagnslínum, almennt ekki sinnt." Lesandi sem kallar sig D_Boone tekur undir ofangreint sjónarmið og skrifar: „Þetta kemur fullkomlega heim og saman við það sem hefur gerst í Nýja Sjálandi á síðasta áratug, eftir að rafveitumarkaðurinn var gefinn frjáls. En ekki trúa mér: ‚gúglaðu' þetta og þú munt finna dæmi um okur, rafmagnsskort, ónæga fjárfestingu í grunnvirkjum og jafnvel markaðsmisnotkun." Annar lesandi, Lee, vekur athygli á því sem gæti gerst á þeim 130 árum sem afnot af auðlind okkar Íslendinga er í annarra höndum: „130 ár ... á þeim tíma mun HS Orka hafa skipt um eigendur 17 sinnum, mun hafa verið endurþjóðnýtt 4 sinnum á 12 samdráttartímabilum, endureinkavædd 5 sinnum, veðsett 3 sinnum í 6 hagvaxtarbólum, og eignir þess gerðar upptækar tvisvar í 3 styrjöldum." Í stuttu máli birtist hér ógnvekjandi framtíðarsýn, svo ekki sé meira sagt. Ég tel óhætt að fullyrða að það yrði stórslys ef þessi misráðna einkavæðing yrði að veruleika. Jarðorka okkar Íslendinga er dýrmæt auðlind sem með tímanum mun aðeins verða verðmætari - eins og þeir sem sóst hafa eftir að eignast orkufyrirtækin á síðustu árum vita vel. Á þessum örlagatímum er allt í húfi - ekki síst að halda eftir þeim náttúruverðmætum sem við eigum. Við eigum að leita allra leiða til að halda HS Orku undir stjórn hins opinbera og krefjast þess af okkar stjórnmálamönnum að þeir beiti sér fyrir því. Að lokum hvet ég alla til að lesa athugasemdirnar við umrædda bloggfærslu á slóðinni: http://tinyurl.com/muy9sp Höfundur er þýðandi og bloggar á www.icelandweatherreport.com.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun