Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum 27. ágúst 2009 06:00 Það er athyglisvert að á þeim tímum sem þjóðin þarf hvað mest á því að halda að glata ekki eigum sínum og auðlindum skuli standa fyrir dyrum í fullri alvöru að selja kanadísku einkafyrirtæki hlut í HS Orku - fyrirtæki sem sér um að veita grunnþjónustu til íbúa á Reykjanesi. Helstu rök þeirra sem vilja selja eru að auðlindirnar séu ekki framseldar til einkaaðila, heldur aðeins eignaréttur í framleiðslufyrirtækinu. Samt sem áður eignast hinn nýi eigandi afnot af auðlindinni til næstu 65 ára, framlengjanlegt til 65 ára í framhaldi af því. Af þessu tilefni tel ég mig knúna til að vekja athygli á viðbrögðum erlendra aðila við bloggfærslu sem ég skrifaði á ensku um þetta efni á vefsíðu minni www.icelandweatherreport.com. Umrædd bloggfærsla, sem birtist s.l. fimmtudag, hefur þegar þetta er skrifað fengið u.þ.b. 50 athugasemdir og flestar eru þær á einn veg - alvarleg viðvörunarorð til okkar Íslendinga um að láta ekki einkavæða þá mikilvægu grunnþjónustu sem orkuvinnslan er. Þetta fólk talar af eigin reynslu og skilaboðin eru skýr. Alls staðar þar sem þetta hefur verið gert hefur orðið hnignun og arður fyrirtækjanna ekki farið í að bæta þjónustu eða uppbyggingu, heldur til að greiða sem mestan arð til eigendanna. Aðaleinkennið er hækkun gjaldskrár - mun dýrari þjónusta til þess að standa undir arðgreiðslum á meðan viðhald á grunnvirkjum er vanrækt. Ég vil vitna hér í nokkrar af þeim athugasemdum sem hafa borist. Lesandi sem kallar sig Koster og er búsettur á Íslandi segir: „Ein ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands var vegna orkunnar og jarðhitans. Þegar við bjuggum í Alberta, Kanada, stað sem er mjög hallur undir einkavæðingu, var hitareikningurinn kominn úr öllum böndum, og var oft hærri en afborganir okkar af húsnæðislánum á veturna. Á veturna, og það er kalt í Kanada, hafa margir ekki efni á að halda húsnæði sínu við þokkalegt hitastig, sem veldur margvíslegum vandamálum. Það er þetta sem gerist þegar einkafyrirtæki leitar leiða til að græða á grunnþörfum." Þjóðverji einn skrifar: „Reynsla okkar í Þýskalandi er að einkavæðing veitufyrirtækja, sérstaklega orkufyrirtækja, hefur leitt til hærri verðskrár og verri þjónustu. Þar sem hagnaður er aðalmarkmiðið er þeim þáttum sem krefjast útgjalda, svo sem viðhaldi á grunnvirkjum, t.d. rafmagnslínum, almennt ekki sinnt." Lesandi sem kallar sig D_Boone tekur undir ofangreint sjónarmið og skrifar: „Þetta kemur fullkomlega heim og saman við það sem hefur gerst í Nýja Sjálandi á síðasta áratug, eftir að rafveitumarkaðurinn var gefinn frjáls. En ekki trúa mér: ‚gúglaðu' þetta og þú munt finna dæmi um okur, rafmagnsskort, ónæga fjárfestingu í grunnvirkjum og jafnvel markaðsmisnotkun." Annar lesandi, Lee, vekur athygli á því sem gæti gerst á þeim 130 árum sem afnot af auðlind okkar Íslendinga er í annarra höndum: „130 ár ... á þeim tíma mun HS Orka hafa skipt um eigendur 17 sinnum, mun hafa verið endurþjóðnýtt 4 sinnum á 12 samdráttartímabilum, endureinkavædd 5 sinnum, veðsett 3 sinnum í 6 hagvaxtarbólum, og eignir þess gerðar upptækar tvisvar í 3 styrjöldum." Í stuttu máli birtist hér ógnvekjandi framtíðarsýn, svo ekki sé meira sagt. Ég tel óhætt að fullyrða að það yrði stórslys ef þessi misráðna einkavæðing yrði að veruleika. Jarðorka okkar Íslendinga er dýrmæt auðlind sem með tímanum mun aðeins verða verðmætari - eins og þeir sem sóst hafa eftir að eignast orkufyrirtækin á síðustu árum vita vel. Á þessum örlagatímum er allt í húfi - ekki síst að halda eftir þeim náttúruverðmætum sem við eigum. Við eigum að leita allra leiða til að halda HS Orku undir stjórn hins opinbera og krefjast þess af okkar stjórnmálamönnum að þeir beiti sér fyrir því. Að lokum hvet ég alla til að lesa athugasemdirnar við umrædda bloggfærslu á slóðinni: http://tinyurl.com/muy9sp Höfundur er þýðandi og bloggar á www.icelandweatherreport.com. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að á þeim tímum sem þjóðin þarf hvað mest á því að halda að glata ekki eigum sínum og auðlindum skuli standa fyrir dyrum í fullri alvöru að selja kanadísku einkafyrirtæki hlut í HS Orku - fyrirtæki sem sér um að veita grunnþjónustu til íbúa á Reykjanesi. Helstu rök þeirra sem vilja selja eru að auðlindirnar séu ekki framseldar til einkaaðila, heldur aðeins eignaréttur í framleiðslufyrirtækinu. Samt sem áður eignast hinn nýi eigandi afnot af auðlindinni til næstu 65 ára, framlengjanlegt til 65 ára í framhaldi af því. Af þessu tilefni tel ég mig knúna til að vekja athygli á viðbrögðum erlendra aðila við bloggfærslu sem ég skrifaði á ensku um þetta efni á vefsíðu minni www.icelandweatherreport.com. Umrædd bloggfærsla, sem birtist s.l. fimmtudag, hefur þegar þetta er skrifað fengið u.þ.b. 50 athugasemdir og flestar eru þær á einn veg - alvarleg viðvörunarorð til okkar Íslendinga um að láta ekki einkavæða þá mikilvægu grunnþjónustu sem orkuvinnslan er. Þetta fólk talar af eigin reynslu og skilaboðin eru skýr. Alls staðar þar sem þetta hefur verið gert hefur orðið hnignun og arður fyrirtækjanna ekki farið í að bæta þjónustu eða uppbyggingu, heldur til að greiða sem mestan arð til eigendanna. Aðaleinkennið er hækkun gjaldskrár - mun dýrari þjónusta til þess að standa undir arðgreiðslum á meðan viðhald á grunnvirkjum er vanrækt. Ég vil vitna hér í nokkrar af þeim athugasemdum sem hafa borist. Lesandi sem kallar sig Koster og er búsettur á Íslandi segir: „Ein ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands var vegna orkunnar og jarðhitans. Þegar við bjuggum í Alberta, Kanada, stað sem er mjög hallur undir einkavæðingu, var hitareikningurinn kominn úr öllum böndum, og var oft hærri en afborganir okkar af húsnæðislánum á veturna. Á veturna, og það er kalt í Kanada, hafa margir ekki efni á að halda húsnæði sínu við þokkalegt hitastig, sem veldur margvíslegum vandamálum. Það er þetta sem gerist þegar einkafyrirtæki leitar leiða til að græða á grunnþörfum." Þjóðverji einn skrifar: „Reynsla okkar í Þýskalandi er að einkavæðing veitufyrirtækja, sérstaklega orkufyrirtækja, hefur leitt til hærri verðskrár og verri þjónustu. Þar sem hagnaður er aðalmarkmiðið er þeim þáttum sem krefjast útgjalda, svo sem viðhaldi á grunnvirkjum, t.d. rafmagnslínum, almennt ekki sinnt." Lesandi sem kallar sig D_Boone tekur undir ofangreint sjónarmið og skrifar: „Þetta kemur fullkomlega heim og saman við það sem hefur gerst í Nýja Sjálandi á síðasta áratug, eftir að rafveitumarkaðurinn var gefinn frjáls. En ekki trúa mér: ‚gúglaðu' þetta og þú munt finna dæmi um okur, rafmagnsskort, ónæga fjárfestingu í grunnvirkjum og jafnvel markaðsmisnotkun." Annar lesandi, Lee, vekur athygli á því sem gæti gerst á þeim 130 árum sem afnot af auðlind okkar Íslendinga er í annarra höndum: „130 ár ... á þeim tíma mun HS Orka hafa skipt um eigendur 17 sinnum, mun hafa verið endurþjóðnýtt 4 sinnum á 12 samdráttartímabilum, endureinkavædd 5 sinnum, veðsett 3 sinnum í 6 hagvaxtarbólum, og eignir þess gerðar upptækar tvisvar í 3 styrjöldum." Í stuttu máli birtist hér ógnvekjandi framtíðarsýn, svo ekki sé meira sagt. Ég tel óhætt að fullyrða að það yrði stórslys ef þessi misráðna einkavæðing yrði að veruleika. Jarðorka okkar Íslendinga er dýrmæt auðlind sem með tímanum mun aðeins verða verðmætari - eins og þeir sem sóst hafa eftir að eignast orkufyrirtækin á síðustu árum vita vel. Á þessum örlagatímum er allt í húfi - ekki síst að halda eftir þeim náttúruverðmætum sem við eigum. Við eigum að leita allra leiða til að halda HS Orku undir stjórn hins opinbera og krefjast þess af okkar stjórnmálamönnum að þeir beiti sér fyrir því. Að lokum hvet ég alla til að lesa athugasemdirnar við umrædda bloggfærslu á slóðinni: http://tinyurl.com/muy9sp Höfundur er þýðandi og bloggar á www.icelandweatherreport.com.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun