Viðskipti innlent

Seðlabankinn frestar birtingu hagtalna

Seðlabanki Íslands frestar birtingu hagtalna fram til 3. september næstkomandi en Seðlabankinn hugðist birta uppgjör á þeim klukkan fjögur í dag.

Um er að ræða hagtölur um greiðslujöfnuð, erlenda stöðu þjóðarbúsins, erlendar skuldir, beina fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi og beina fjárfestingu innlendra aðila erlendis.

Seðlabankinn gefur engar aðrar ástæður fyrir frestuninni en þær að ekki sé unnt að birta uppgjör á viðkomandi hagtölum af óviðráðanlegum orsökum.

Ljóst er að margir bíða spenntir eftir uppgjöri hagtalnanna, þá verður sérstaklega áhugavert að sjá hverjar erlendar skuldir þjóðarbúsins eru nú rétt áður en haustið gengur í garð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×