Fram í sviðsljósið 27. ágúst 2009 06:00 Tæp fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega stórmótinu í kvennaknattspyrnu. Það var árið 1971 í Mexíkó, þar sem haldin var óopinber heimsmeistarakeppni sterkustu landsliða þess tíma að viðstöddum tugum þúsunda áhorfenda. Þótt umgjörð mótsins hafi verið hin glæsilegasta, hefur knattspyrnuhreyfingin á liðnum árum kerfisbundið reynt að strika það út úr sögunni. Ástæðan er sú að á þessu fyrsta stórmóti, var kvennaknattspyrna öðrum þræði kynnt sem furðufyrirbæri til að skopast að. Keppt var með bleikum mörkum, leikmönnum var skipað að farða sig fyrir keppni og fjölmiðlar gerðu sér mat úr því að búningsklefar stúlknanna minntu helst á hárgreiðslu- og snyrtistofur. Knattspyrna kvenna var raunar algjört jaðarfyrirbæri fram undir lok sjöunda áratugarins. Öðru hvoru birtust myndir í dagblöðum af knattspyrnukonum ásamt skoplegum athugasemdum. Var þeim yfirleitt fundinn staður innan um skringifregnir af síamstvíburum eða börnum sem alist höfðu upp meðal úlfa. Upphaf nútímakvennaknattspyrnu á Íslandi má rekja til ársins 1968 eða þar um bil. Handknattleikskonur nokkurra félaga voru þá farnar að spreyta sig í fótbolta á utanhússæfingum á sumrin. Vitað er að stúlkur úr Fram og KR léku formlegan leik á KR-vellinum sumarið 1968 og tveimur árum síðar var efnt til sýningarleiks í kvennafótbolta á Laugardalsvelli fyrir karlalandsleik gegn Noregi. Var það að frumkvæði Alberts Guðmundssonar formanns KSÍ. Óhætt er að segja að fyrstu ár kvennaknattspyrnunnar hafi verið mikil þrautaganga. Undirtektir stjórna knattspyrnufélaganna voru blendnar og í sumum tilvikum var þessari nýju grein mætt með fullum fjandskap. Var þá litið svo á að um óþarfa samkeppni væri að ræða um vallarpláss og fjármuni. Þannig var algengt langt fram eftir níunda áratugnum að félög bönnuðu kvennaflokkum að hefja æfingar á grasi jafn snemma og körlunum. Sömu sögu er að segja um umfjöllun fjölmiðla, sem sinntu lengi vel fjórðu deild karla betur en stórleikjum kvennanna. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman stöðu fótbolta og handbolta kvenna. Kvennahandbolti hefur alla tíð notið mun meira jafnræðis gagnvart karlaíþróttinni. Þannig hreifst þjóðin með þegar íslensku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar í handknattleik 1964 og Sigríður Sigurðardóttir fékk fullt hús í kjöri Íþróttamanns ársins. Bestu handknattleikskonur landsins máttu snemma heita þjóðkunnir íþróttamenn. Þennan mun má best skýra með því að bæði kynin hófu að iðka handknattleik um svipað leyti, en þegar kemur að knattspyrnunni má segja að konurnar hafi ruðst inn á svið sem áður var helgað körlum. Fordómarnir í garð kvennaknattspyrnunnar eru því varnarviðbrögð hins ríkjandi valds, á sama hátt og konur hafa fengið að reyna á svo mörgum öðrum sviðum samfélagsins. Í ljósi þessarar forsögu er það enn stórkostlegra afrek hvernig kvennalandsliðinu hefur á liðnum dögum tekist að sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Tæp fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega stórmótinu í kvennaknattspyrnu. Það var árið 1971 í Mexíkó, þar sem haldin var óopinber heimsmeistarakeppni sterkustu landsliða þess tíma að viðstöddum tugum þúsunda áhorfenda. Þótt umgjörð mótsins hafi verið hin glæsilegasta, hefur knattspyrnuhreyfingin á liðnum árum kerfisbundið reynt að strika það út úr sögunni. Ástæðan er sú að á þessu fyrsta stórmóti, var kvennaknattspyrna öðrum þræði kynnt sem furðufyrirbæri til að skopast að. Keppt var með bleikum mörkum, leikmönnum var skipað að farða sig fyrir keppni og fjölmiðlar gerðu sér mat úr því að búningsklefar stúlknanna minntu helst á hárgreiðslu- og snyrtistofur. Knattspyrna kvenna var raunar algjört jaðarfyrirbæri fram undir lok sjöunda áratugarins. Öðru hvoru birtust myndir í dagblöðum af knattspyrnukonum ásamt skoplegum athugasemdum. Var þeim yfirleitt fundinn staður innan um skringifregnir af síamstvíburum eða börnum sem alist höfðu upp meðal úlfa. Upphaf nútímakvennaknattspyrnu á Íslandi má rekja til ársins 1968 eða þar um bil. Handknattleikskonur nokkurra félaga voru þá farnar að spreyta sig í fótbolta á utanhússæfingum á sumrin. Vitað er að stúlkur úr Fram og KR léku formlegan leik á KR-vellinum sumarið 1968 og tveimur árum síðar var efnt til sýningarleiks í kvennafótbolta á Laugardalsvelli fyrir karlalandsleik gegn Noregi. Var það að frumkvæði Alberts Guðmundssonar formanns KSÍ. Óhætt er að segja að fyrstu ár kvennaknattspyrnunnar hafi verið mikil þrautaganga. Undirtektir stjórna knattspyrnufélaganna voru blendnar og í sumum tilvikum var þessari nýju grein mætt með fullum fjandskap. Var þá litið svo á að um óþarfa samkeppni væri að ræða um vallarpláss og fjármuni. Þannig var algengt langt fram eftir níunda áratugnum að félög bönnuðu kvennaflokkum að hefja æfingar á grasi jafn snemma og körlunum. Sömu sögu er að segja um umfjöllun fjölmiðla, sem sinntu lengi vel fjórðu deild karla betur en stórleikjum kvennanna. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman stöðu fótbolta og handbolta kvenna. Kvennahandbolti hefur alla tíð notið mun meira jafnræðis gagnvart karlaíþróttinni. Þannig hreifst þjóðin með þegar íslensku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar í handknattleik 1964 og Sigríður Sigurðardóttir fékk fullt hús í kjöri Íþróttamanns ársins. Bestu handknattleikskonur landsins máttu snemma heita þjóðkunnir íþróttamenn. Þennan mun má best skýra með því að bæði kynin hófu að iðka handknattleik um svipað leyti, en þegar kemur að knattspyrnunni má segja að konurnar hafi ruðst inn á svið sem áður var helgað körlum. Fordómarnir í garð kvennaknattspyrnunnar eru því varnarviðbrögð hins ríkjandi valds, á sama hátt og konur hafa fengið að reyna á svo mörgum öðrum sviðum samfélagsins. Í ljósi þessarar forsögu er það enn stórkostlegra afrek hvernig kvennalandsliðinu hefur á liðnum dögum tekist að sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun