Fram í sviðsljósið 27. ágúst 2009 06:00 Tæp fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega stórmótinu í kvennaknattspyrnu. Það var árið 1971 í Mexíkó, þar sem haldin var óopinber heimsmeistarakeppni sterkustu landsliða þess tíma að viðstöddum tugum þúsunda áhorfenda. Þótt umgjörð mótsins hafi verið hin glæsilegasta, hefur knattspyrnuhreyfingin á liðnum árum kerfisbundið reynt að strika það út úr sögunni. Ástæðan er sú að á þessu fyrsta stórmóti, var kvennaknattspyrna öðrum þræði kynnt sem furðufyrirbæri til að skopast að. Keppt var með bleikum mörkum, leikmönnum var skipað að farða sig fyrir keppni og fjölmiðlar gerðu sér mat úr því að búningsklefar stúlknanna minntu helst á hárgreiðslu- og snyrtistofur. Knattspyrna kvenna var raunar algjört jaðarfyrirbæri fram undir lok sjöunda áratugarins. Öðru hvoru birtust myndir í dagblöðum af knattspyrnukonum ásamt skoplegum athugasemdum. Var þeim yfirleitt fundinn staður innan um skringifregnir af síamstvíburum eða börnum sem alist höfðu upp meðal úlfa. Upphaf nútímakvennaknattspyrnu á Íslandi má rekja til ársins 1968 eða þar um bil. Handknattleikskonur nokkurra félaga voru þá farnar að spreyta sig í fótbolta á utanhússæfingum á sumrin. Vitað er að stúlkur úr Fram og KR léku formlegan leik á KR-vellinum sumarið 1968 og tveimur árum síðar var efnt til sýningarleiks í kvennafótbolta á Laugardalsvelli fyrir karlalandsleik gegn Noregi. Var það að frumkvæði Alberts Guðmundssonar formanns KSÍ. Óhætt er að segja að fyrstu ár kvennaknattspyrnunnar hafi verið mikil þrautaganga. Undirtektir stjórna knattspyrnufélaganna voru blendnar og í sumum tilvikum var þessari nýju grein mætt með fullum fjandskap. Var þá litið svo á að um óþarfa samkeppni væri að ræða um vallarpláss og fjármuni. Þannig var algengt langt fram eftir níunda áratugnum að félög bönnuðu kvennaflokkum að hefja æfingar á grasi jafn snemma og körlunum. Sömu sögu er að segja um umfjöllun fjölmiðla, sem sinntu lengi vel fjórðu deild karla betur en stórleikjum kvennanna. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman stöðu fótbolta og handbolta kvenna. Kvennahandbolti hefur alla tíð notið mun meira jafnræðis gagnvart karlaíþróttinni. Þannig hreifst þjóðin með þegar íslensku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar í handknattleik 1964 og Sigríður Sigurðardóttir fékk fullt hús í kjöri Íþróttamanns ársins. Bestu handknattleikskonur landsins máttu snemma heita þjóðkunnir íþróttamenn. Þennan mun má best skýra með því að bæði kynin hófu að iðka handknattleik um svipað leyti, en þegar kemur að knattspyrnunni má segja að konurnar hafi ruðst inn á svið sem áður var helgað körlum. Fordómarnir í garð kvennaknattspyrnunnar eru því varnarviðbrögð hins ríkjandi valds, á sama hátt og konur hafa fengið að reyna á svo mörgum öðrum sviðum samfélagsins. Í ljósi þessarar forsögu er það enn stórkostlegra afrek hvernig kvennalandsliðinu hefur á liðnum dögum tekist að sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Tæp fjörutíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega stórmótinu í kvennaknattspyrnu. Það var árið 1971 í Mexíkó, þar sem haldin var óopinber heimsmeistarakeppni sterkustu landsliða þess tíma að viðstöddum tugum þúsunda áhorfenda. Þótt umgjörð mótsins hafi verið hin glæsilegasta, hefur knattspyrnuhreyfingin á liðnum árum kerfisbundið reynt að strika það út úr sögunni. Ástæðan er sú að á þessu fyrsta stórmóti, var kvennaknattspyrna öðrum þræði kynnt sem furðufyrirbæri til að skopast að. Keppt var með bleikum mörkum, leikmönnum var skipað að farða sig fyrir keppni og fjölmiðlar gerðu sér mat úr því að búningsklefar stúlknanna minntu helst á hárgreiðslu- og snyrtistofur. Knattspyrna kvenna var raunar algjört jaðarfyrirbæri fram undir lok sjöunda áratugarins. Öðru hvoru birtust myndir í dagblöðum af knattspyrnukonum ásamt skoplegum athugasemdum. Var þeim yfirleitt fundinn staður innan um skringifregnir af síamstvíburum eða börnum sem alist höfðu upp meðal úlfa. Upphaf nútímakvennaknattspyrnu á Íslandi má rekja til ársins 1968 eða þar um bil. Handknattleikskonur nokkurra félaga voru þá farnar að spreyta sig í fótbolta á utanhússæfingum á sumrin. Vitað er að stúlkur úr Fram og KR léku formlegan leik á KR-vellinum sumarið 1968 og tveimur árum síðar var efnt til sýningarleiks í kvennafótbolta á Laugardalsvelli fyrir karlalandsleik gegn Noregi. Var það að frumkvæði Alberts Guðmundssonar formanns KSÍ. Óhætt er að segja að fyrstu ár kvennaknattspyrnunnar hafi verið mikil þrautaganga. Undirtektir stjórna knattspyrnufélaganna voru blendnar og í sumum tilvikum var þessari nýju grein mætt með fullum fjandskap. Var þá litið svo á að um óþarfa samkeppni væri að ræða um vallarpláss og fjármuni. Þannig var algengt langt fram eftir níunda áratugnum að félög bönnuðu kvennaflokkum að hefja æfingar á grasi jafn snemma og körlunum. Sömu sögu er að segja um umfjöllun fjölmiðla, sem sinntu lengi vel fjórðu deild karla betur en stórleikjum kvennanna. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman stöðu fótbolta og handbolta kvenna. Kvennahandbolti hefur alla tíð notið mun meira jafnræðis gagnvart karlaíþróttinni. Þannig hreifst þjóðin með þegar íslensku stúlkurnar urðu Norðurlandameistarar í handknattleik 1964 og Sigríður Sigurðardóttir fékk fullt hús í kjöri Íþróttamanns ársins. Bestu handknattleikskonur landsins máttu snemma heita þjóðkunnir íþróttamenn. Þennan mun má best skýra með því að bæði kynin hófu að iðka handknattleik um svipað leyti, en þegar kemur að knattspyrnunni má segja að konurnar hafi ruðst inn á svið sem áður var helgað körlum. Fordómarnir í garð kvennaknattspyrnunnar eru því varnarviðbrögð hins ríkjandi valds, á sama hátt og konur hafa fengið að reyna á svo mörgum öðrum sviðum samfélagsins. Í ljósi þessarar forsögu er það enn stórkostlegra afrek hvernig kvennalandsliðinu hefur á liðnum dögum tekist að sameina þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun