Sjælsö Gruppen að rétta úr kútnum 16. október 2009 10:30 Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur, er að rétta úr kútnum eftir erfitt ár. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er skammt í að fjárhagslegri endurskipulaginu þess sé lokið. Aðeins eigi eftir að ganga frá lánalengingum og staðfesta áætlanir. Samkvæmt frétt í börsen.dk hefur félagið þegar samið við SG Nord Holding um að skipta upp verkefninu Copenhagen Towers. Nú bíði félagið þess að bankar staðfesti lengingu á lánum þess fram á mitt ár 2011. Á sama tíma skal endurskipulagningin staðfest á hluthafafundi þann 20. október n.k. Copenhagen Towers er bygging þriggja skýjakljúfa á Örestad-svæðinu við Kaupmannahöfn en þeir verða hver um sig 25 hæðir að stærð. Eins og áður hefur komið fram hér á síðuni er FIH bankinn meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen hefur rekið fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir voru um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur, er að rétta úr kútnum eftir erfitt ár. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er skammt í að fjárhagslegri endurskipulaginu þess sé lokið. Aðeins eigi eftir að ganga frá lánalengingum og staðfesta áætlanir. Samkvæmt frétt í börsen.dk hefur félagið þegar samið við SG Nord Holding um að skipta upp verkefninu Copenhagen Towers. Nú bíði félagið þess að bankar staðfesti lengingu á lánum þess fram á mitt ár 2011. Á sama tíma skal endurskipulagningin staðfest á hluthafafundi þann 20. október n.k. Copenhagen Towers er bygging þriggja skýjakljúfa á Örestad-svæðinu við Kaupmannahöfn en þeir verða hver um sig 25 hæðir að stærð. Eins og áður hefur komið fram hér á síðuni er FIH bankinn meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen hefur rekið fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir voru um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira