Viðskipti innlent

Nettur áhugi fyrir Össur hf. á fyrsta degi

Þótt umfang viðskipta með hluti í Össur hf. hafi ekki verið mikið á fyrsta degi félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn var nettur áhugi fyrir félaginu til staðar. Þetta segir í nokkuð ítarlegri frétt á börsen.dk undir fyrirsögninni: „Pæn interesse for Össur på förstedagen".

Börsen greinir frá áhuga banka og greiningardeilda þar í landi að fylgjast með framgangi Össurar á markaðinum og þar með hafi félagið náð höfuðmarkmiði sínu með nýskráningunni, að auka flæðið á hlutum í félaginju og áhuga fyrir þeim.

„Það urðu viðskipti með 25.000 hluti í dag og mér finnst það nokkuð gott og öruggulega í takt við væntingar," segir Henrik Simonsen forstjóri hlutabréfaviðskipta hjá Nordea.

Hlutirnir gengu á 5,6 danskar kr., eða 136 kr., sem er nokkuð hærra verð en var á hlutunum hér heima á Íslandi þar sem verðið var 128,5 kr. undir lok markaðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×