Viðskipti innlent

Fyrirspurnir frá rúmlega 200 til skilanefndar SPRON

Fyrirspurnir frá rúmlega 200 aðilum höfðu borist skilanefnd SPRON í gærkvöldi og þar af spurðust um tuttugu fyrir um dótturfélög og útibú. Fleiri spurðust fyrir um fasteignir, fasteignaverkefni og eignarhluti í öðrum félögum og flestir um lausafjármuni eins og tölvubúnað, bíla, skrifstofubúnað, listmuni og fleira. Í tilkynningu frá skilanefnd segir að verið sé að vinna úr fyrirspurnunum og útbúa söluupplýsingar sem áhugasamir geta kynnt sér og síðan gert formleg tilboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×