ESB-málum ýtt út af borðinu Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. mars 2009 00:01 Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun