ESB-málum ýtt út af borðinu Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. mars 2009 00:01 Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hin fleygu og margnotuðu orð Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta, um að vika sé langur tími í stjórnmálum, eiga oft vel við. Hvað þá ef við skoðum málin í enn lengra samhengi. Atburðarásin varðandi umræðuna um Ísland og ESB sýnir þetta svart á hvítu. Nú liggur fyrir ásetningur núverandi ríkisstjórnarflokka að halda áfram stjórnarsamstarfi sínu bak kosningum fái þeir til þess fylgi. Málefnagrunnurinn hefur verið óljós, en hefur nú skýrst að einu leyti. Það liggur núna fyrir að ESB-málum verður ýtt út af borðinu. Þau verða ekki á dagskrá slíkrar ríkisstjórnar. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka Vinstri græna. Sjálfskipaðir túlkendur stefnu VG í þingmannaliði Samfylkingarinnar hafa reynt að blekkja - kannski helst sjálfa sig - með því að láta eins og samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn hafi opnað á ESB-aðild. Þar með væri málefnalegri hindrun samstarfs vinstri flokkanna rutt úr vegi að þessu leyti. Þetta er algjörlega rangt. VG hefur ítrekað andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Tilraunum samfylkingarmanna til að túlka þá stefnu á annan veg hefur verið illa tekið. Í umræðu á Alþingi sl. þriðjudag, kom þetta fram hjá Jóni Bjarnasyni, formanni þingflokks Vinstri grænna. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur með harkalegum hætti sett ofan í við þingmenn Samfylkingarinnar sem hafa dirfst að túlka málin með afar frjálslegum hætti. Og nú síðast talaði formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, mjög afdráttarlaust um þessi mál á fundi Viðskiptaráðs. Vilji þessir herramenn láta taka eitthvert mark á sér, þá eru ESB-mál ekki nein umsemjanleg stærð. Vilji flokkur þeirra njóta einhvers snefils af virðingu, þá hlýtur þetta mál að vera úrslitaatriði í ríkisstjórnarmyndun. Til þess að vinstristjórnardraumurinn rætist verður Samfylkingin einfaldlega að láta í minni pokann og éta ofan í sig svardagana um að ekki sé hægt að starfa í ríkisstjórn sem ekki vilji láta reyna á ESB-aðild. Með öðrum orðum. Það er ljóst mál að ESB-aðild verður ekki á dagskrá mögulegrar vinstri stjórnar á næsta kjörtímabili. Þau verða lögð til hliðar. Þetta er stór biti í háls Samfylkingarinnar, en honum verða menn þar á bæ að kyngja. Frammámenn flokksins sögðu spurninguna um Ísland og ESB ekki einasta vera framtíðarmál, heldur lykilinn að lausninni að vandanum sem við glímum við núna. Þess vegna mætti engan tíma missa. Þetta var sagt í vetur, en hefur af einhverjum ástæðum farið hljóðlegar núna. Það er vegna þess að forystumenn Samfylkingarinnar hafa áttað sig á því að þeir hafa teflt sitt tafl þannig að þeir eru ofurseldir. Þeir munu þess vegna éta ofan í sig stóryrðin; sætta sig við þá kosti sem þeim verða settir. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun