Viðskipti innlent

Atvinnurekendur segja greiðslumiðlun liggja niðri

Valur Grettisson skrifar
Atvinnurekendur segja greiðslumiðlun bankans liggja niðri.
Atvinnurekendur segja greiðslumiðlun bankans liggja niðri.

Nokkur fyrirtæki hafa haft samband við Vísi vegna örðugleika varðandi greiðslumiðlun Spariðsjóðabankans eftir að Seðlabanki Íslands tók það yfir.

Útgerðarmaður sem hafði samband við Vísi sagði fyrirtækið sitt komið í stökustu vandræði vegna þessa, hann hafði reynt að fá svör bæði hjá Seðlabankanum auk Fjármálaeftirlitsins. Ekkert hefur þokast í greiðslumiðluninni síðan á mánudaginn að hans sögn.

Greiðslumiðlun Sparisjóðabankans var sú öflugasta eftir hrun bankanna, auk þess sem hún var eina greislumiðlunin um tíma við erlenda banka.

Fyrr í dag hafði annar maður samband við Fréttastofu og sagði að evrugreiðsla frá honum í gegnum Sparisjóðabankann hefði verið fryst hjá Bayern Landesbank. Fréttastofa hefur sent sent inn fyrirspurn til Seðlabankans um málið og er beðið eftir svari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×