Viðskipti innlent

Eigið fé SPRON var uppurið fyrir um ári síðan

Svein Harald Oygard, bankastjóri Seðlabanka Íslands, var í ítarlegu viðtali í Markaðnum í kvöld.
Svein Harald Oygard, bankastjóri Seðlabanka Íslands, var í ítarlegu viðtali í Markaðnum í kvöld.
Eigið fé SPRON var í raun uppurið um páskana í fyrra og engin leið að bjarga sjóðnum, segir seðlabankastjóri.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali sem Björn Ingi Hrafnsson átti við Svein Harald Oygard, bankastjóra Seðlabanka Íslands, í þættinum Markaðnum. Seðlabankastjórinn er afdráttarlaus, spurður um hvort nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í rekstur SPRON og Straums í stað þess að ráðast í björgunaraðgerðir.

Eigið fé SPRON varð í rauninni uppurið um páskana 2008 og fall bankanna í október gerði ástandið eiginlega enn verra fyrir SPRON og Sparisjóðsbankann og það ásamt enn verra eiginfjárhlutfalli gerði bankanum það nauðsynlegt að draga mörkin.

Seðlabankastjóri segir að ekki hafi verið unnt að teygja sig lengra í þeim tilgangi að halda bönkunum á lífi, enda hafi þeir verið tæknilega gjaldþrota og í miklum lausafjárvanda. Viðtalið var sýnt í heild sinni í Markaðnum í kvöld og það má nálgast hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×