Viðskipti innlent

Auður Capital skilar hagnaði í krefjandi markaðsaðstæðum

Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður skilaði Auður Capital 56 milljón króna hagnaði á árinu 2008 sem var fyrsta rekstrarár félagsins. Fjárhagsleg staða félagsins er mjög sterk, fyrirtækið er skuldlaust og nemur eigið fé þess um 1,2 milljörðum króna.

 

Aðalfundur Auðar Capital var haldinn nú í vikunni. Í tilkynningu frá Auði segir að á fundinum var ný stjórn félagsins kosin, en hana skipa Halla Tómasdóttir, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, David Adams, Hallgrímur Snorrason og Kristín Edwald. Varamenn eru Vilhjálmur Thorsteinsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Gunnar Þór Pétursson og Ingunn Wernersdóttir.

 

Stjórn Auðar hefur ákveðið að leggja tíu milljónir í stofnframlag í góðgerðarsjóð sem ber heitið AlheimsAuður. Markmið sjóðsins er að hvetja konur til athafna og frumkvæðis og verður til framtíðar sérstaklega horft til þess að ljá konum á vanþróuðum svæðum heimsins styrk.

Auður Capital mun leggja 1% af sínum hagnaði í AlheimsAuði ár hvert héðan í frá. Viðskiptavinum Auðar Capital stendur einnig til boða að greiða 1% af sínum arði í AlheimsAuði. Styrkjum úr sjóðnum verður úthlutað þann 19. júní ár hvert.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×