Viðskipti innlent

Spáir hækkun vísitölu neysluverðs næstu tvo mánuði

Áfram mun töluverð hækkun mælast á vísitölu neysluverðs í september samkvæmt spá Greiningardeildar Kaupþings, eða um 0,8%. Ástæðan er meðal annars sú að áhrifa útsöluloka mun gæta í mánuðinum eins og vanalega á þessum árstíma. Auk þess verða almennar verðhækkanir vegna gengisveikingar síðustu mánaða. Í október reiknar Greiningardeildin með að vísitalan hækki um 0,5%.

Meðal forsendna í spánni er að fasteignaverð lækki aðeins lítillega, og lækki vísitöluna um 0,1%. Greiningardeildin bendir þó á að spáin gæti breyst eitthvað þegar nær dregur mælingatíma Hagstofunnar um miðjan september.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir nokkru minni verðbólgu í október, eða 0,5% að því gefnu að krónan veikist ekki frekar en nú er orðið. Haldist krónan í horfinu mun í kjölfarið hægja talsvert á innflutningsdrifinni verðbólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×