Viðskipti innlent

Íslandsbanki spáir stýrivaxtalækkun

Greiningardeild Íslandsbanka spáir spáir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti næstkomandi fimmtudag um eina prósentu. Nefndin hefur á undanförnum tveimur mánuðum lækkað vexti Seðlabankans um 5 prósentur og standa vextir bankans nú í 13%.

Í Morgunkorni bankans segir að gengi krónunnar sé nú á svipuðum slóðum og það var við síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndarinnar 7. maí og því megi segja að forsendan um gengisstöðugleika hafi haldist þó svo að krónan hafi tekið nokkra sveiflu á milli vaxtaákvörðunarfunda. Það sama sé hinsvegar ekki hægt að segja um forsendu nefndarinnar um aukið aðhald ríkisfjármála þó að fyrstu skrefin í þá átt hafi vissulega verið stigin með óbeinni hækkun skatta í síðustu viku.

Þá segir í Morgunkorni Íslandsbanka að verðbólgan hafi ekki verið að hjaðna jafn hratt og áður var gert ráð fyrir. Verðbólgan lækkaði úr 11,9% niður í 11,6% á milli apríl og maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×