Viðskipti innlent

Metþátttaka í stefnumótun hjá Nýja Kaupþingi

Gríðarlegur áhugi er meðal starfsfólks Nýja Kaupþings fyrir stefnumótunardegi bankans þann 14. mars. Nú hafa 770 manns skráð sig eða átta af hverjum tíu starfsmönnum.

Í tilkynningu segir að á þessum degi mun starfsfólk taka þátt í að móta framtíðarstefnu bankans. Framlag hvers og eins skiptir því miklu máli. Þetta er líklega í fyrsta skipti hér á landi sem svo margir starfsmenn taka þátt í stefnumótun síns fyrirtækis.

Miklar vonir eru bundnar við daginn enda liggur styrkur bankans fyrst og fremst í mannauðinum og viðskiptavinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×