Handbolti

Knudsen vill ekki fara til Rhein Neckar Löwen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Knudsen, línumaður danska landsliðsins  og Flensburg.
Michael Knudsen, línumaður danska landsliðsins og Flensburg. Mynd/AFP
Michael Knudsen, línumaður danska landsliðsins og af mörgum talinn vera einn besti línumaður í heimi, ætlar að gera nýjan samning við Flensburg Handewitt þrátt fyrir mikinn áhuga frá Rhein Neckar Löwen að fá hann til sín.

Það verður því ekkert af því að Knudsen fái að kynnast betur frábærum línusendingum frá Ólafi Stefánssyni, Snorra Steini Guðjónssyni eða Guðjóni Val Sigurðssyni.

„Ég er búinn að taka þessa ákvörðun eftir langa umhugsun," sagði Knudsen við tv2.dk. Rhein Neckar Löwen bauð honum 25 þúsund evrur í mánaðarlaun og það er talið líklegt að Flensburg hafi verið þvingað til að hækka laun hans verulega í nýja samningnum.

Það kom líka til greina hjá Knudsen að fara heim til Danmerkur og klára ferillinn með Skjern en það verður bið á því. „Ég ætla alltaf að koma heim og klára ferillinn í grænu treyjunni númer 14 hjá Skjern en það verður einhver bið á því," sagði Knudsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×