Viðskipti innlent

Fjármálagerningar Straums settir á athugunarlista

Fjármálagerningar útgefnir af Straumi hafa verið færðir á athugunarlista vegna óvissu um framtíð útgefanda, með vísan til tilkynningar félagsins, dags. 9. mars 2009, þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi tekið yfir stjórn félagsins.

Í tilkynningu segir að áfram verður opið fyrir viðskipti með fjármálagerninga útgefanda en ákvörðun þess efnis verður tekin til endurskoðunar eigi síðar en fyrir opnun markaða 10. mars 2009.

Lokað var fyrir viðskiptin um tíma í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×