Viðskipti innlent

Hrun Straums rýrir Úrvalsbréf um 10%

Landsvaki, rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans , vill taka fram að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka mun ekki hafa áhrif til gengislækkunar á neinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum rekstrarfélagsins öðrum en Úrvalsbréfum Landsbankans.

Yfirtakan hefur áhrif á til lækkunar á gengi Úrvalsbréfa en hlutabréf Straums námu u.þ.b. 10% af sjóðnum. Gengi sjóðsins hefur nú þegar verið lækkað sem nemur hlutabréfeign hans í Straumi.

Þetta kemur fram í frétt um málið á heimasíðu Landsbankans. Þar segir einnig að Íslenski lífeyrissjóðurinn á engin skuldabréf á Straumi, eingöngu innlán sem eru tryggð skv. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þessi innlán eru einungis um 0,5% af eignum sjóðsins.

Íslenski lífeyrissjóðurinn á hlutabréf í Straumi í gegnum LÍF I, en sú eign nemur 0,038% af eignum LÍF I, sem er óverulegt. Yfirtaka FME á Straumi-Burðarási hefur því lítil sem engin áhrif á Íslenska lífeyrissjóðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×