Viðskipti innlent

Tryggðar innistæður í Straumi um 60 milljarðar

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki búast við því að fall Straums hafi umtalsverð áhrif á fjárhag hins opinbera. Hann bendir á að bankinn hafi ekki starfað með ríkisábyrgð annari en þeirri sem nær til innistæðna. Við fyrstu sýn, segir Gylfi, má reikna með að þær fjárhæðir nemi um 60 milljörðum en að ekkert bendi til annars en þess að eignir bankans dugi fyrir þeirri fjárhæð.

Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár en það var Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hóf umræðuna um Straum og eftirmála þess að hann var tekinn yfir í morgun. Gylfi sagði að nú væri það í hönd skilanefndar bankans að sjá um málið en hann sagðist gera ráð fyrir því að rekstur þessa þrotabús verði mun minni en í tilfelli ríkisbankanna þriggja, Kauptþings, Landsbankans og Glitnis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×