Viðskipti innlent

Tap Rarik nam 7,2 milljörðum króna í fyrra

Samkvæmt rekstrarreikningi RARIK var tap á árinu 7.232 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 1.884 milljónir króna eða 24% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 1.150 milljónir króna.

Fjármagnsgjöld á árinu 2008 voru 5.645 milljónir króna sem að stærstum hluta má rekja til veikingar krónunnar, hárra vaxta á skammtímalánum og þrenginga á lánsfjármarkaði. Frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst og hefur staða erlendra lána gengið að nokkru til baka og lækkað um rúmar 1.000 milljónir króna.

Áhrif hlutdeildarfélags á rekstur voru neikvæð um 2.877 milljónir króna, sem skýrist einkum af fjármagnskostnaði.

Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði á árinu 2008 var 979 milljónir króna sem er í samræmi við áætlanir samstæðunnar. Rekstarafkoman var nokkuð betri en 2007 sem rekja má fyrst og fremst til aukinnar eigin raforkuframleiðslu.

Rekstrartekjur hækkuðu um tæp 5,3% frá árinu 2007 en rekstrargjöld lækkuðu um 1,4% og var regluleg starfsemi fyrirtækisins í samræmi við áætlanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×