Viðskipti innlent

Jens Stoltenberg ítrekar að engin lán fáist án AGS

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ítrekaði það á Norðurlandaráðsþinginu sem nú stendur yfir í Stokkhólmi að Íslendingar fengju engin lán frá Noregi nema í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að Siv Friðleifsdóttir, einn af fulltrúum Íslands í Norðurlandaráði, gagnrýndi Norðurlöndin fyrir að hafa sett sértæk skilyrði fyrir lánum sínum.



„Við eru frændþjóðir og þetta gefur misvísandi skilaboð", sagði Siv Friðleifsdóttir, sem taldi að norrænu lánin ættu ekki að vera háð fyrirgreiðslu AGS.

Svar Jens Stoltenbergs var mjög skýrt segir á vefsíðunni : „Það er frjálst val að taka lán hjá AGS og hjá Noregi en önnur norræn ríki vilja ekki veita Íslandi sérstaka lánafyrirgreiðslu.

AGS tekur formlega ákvörðun í dag um lán til Íslands og þá munu lán Norðurlandanna til Íslands einnig koma til greiðslu."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×