Fyrsta aflétting á gjaldeyrishöftum hefur lítil áhrif á gengið 28. október 2009 12:16 „Mjög óvíst er hverju þessi fyrsti áfangi skilar í innflæði gjaldeyris en við reiknum með því að aðgerðin hafi takmörkuð áhrif á gengi krónunnar," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um fyrsta áfangann í að aflétta gjaldeyrishöftunum. Reiknað er með að þetta gerist í framhaldi af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiði fyrstu endurskoðun sína í dag á áætlunin sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Í Morgunkorninu segir að í upphafi þessa fyrsta áfanga verða nýfjárfestingar sem fela í sér innstreymi erlends gjaldeyris gefnar frjálsar. Með nýju innstreymi erlends gjaldeyris eru ekki taldir gjaldeyrisreikningar í innlendum viðskiptabönkum og gjaldeyrisfærslur af viðskiptareikningum (t.d. útflutningstekjur). Gjaldeyrisinnstreyminu verður breytt í krónur hjá fjármálafyrirtæki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Þessar eignir í íslenskum krónum verða fyllilega framseljanlegar og má skipta í erlendan gjaldeyri. Til þess að heimilt sé að flytja fjármunina aftur úr landi þarf að skrá eign hjá Seðlabanka Íslands. Það mun gera Seðlabanka Íslands kleift að fylgjast með innstreyminu og efla gjaldeyrisforðann með inngripum ef færi gefst. Fjárfestum sem breyta þannig erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur verður ekki mismunað á nokkurn hátt. Til að draga úr hættu á að farið verði kringum gjaldeyrishöftin ná heimildir til að flytja út fjármagn að nýju hins vegar ekki til ákveðinna tegunda fjárfestinga, t.d. afleiðusamninga sem fjármagnaðir eru með lánsfé. Seðlabankanum er ekkert á móti skapi að króna styrkist nokkuð en rifja má upp að Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af aðilum peningastefnunefndarinnar, lýsti því yfir á fundi Seðlabankans fyrr í vikunni að gengi krónunnar væri lægra en Seðlabankinn telur æskilegt. Ef áhrifin á krónuna verða einhver þá verða þau til styrkingar. Hugsanlega mun Seðlabankinn þó nýta innstreymið að hluta, ef eitthvað verður, til að styrkja gjaldeyrisforðann og búa þannig í haginn fyrir hugsanlegt útflæði vegna þessara nýfjárfestinga þegar ráðist verður í annan áfanga í afnámi haftanna en í þeim áfanga verður höftum létt af útstreymi erlends gjaldeyris. Ekki er búið að tímasetja þann áfanga nánar en svo að fyrirhugað er að framkvæma hann á tíma ofangreindrar efnahagsáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda. Þess má geta að í aðdraganda þessa fyrsta skrefs í afnámi hafta hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt bæði á aflandsmarkaði og innlendum millibankamarkaði. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Mjög óvíst er hverju þessi fyrsti áfangi skilar í innflæði gjaldeyris en við reiknum með því að aðgerðin hafi takmörkuð áhrif á gengi krónunnar," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um fyrsta áfangann í að aflétta gjaldeyrishöftunum. Reiknað er með að þetta gerist í framhaldi af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiði fyrstu endurskoðun sína í dag á áætlunin sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Í Morgunkorninu segir að í upphafi þessa fyrsta áfanga verða nýfjárfestingar sem fela í sér innstreymi erlends gjaldeyris gefnar frjálsar. Með nýju innstreymi erlends gjaldeyris eru ekki taldir gjaldeyrisreikningar í innlendum viðskiptabönkum og gjaldeyrisfærslur af viðskiptareikningum (t.d. útflutningstekjur). Gjaldeyrisinnstreyminu verður breytt í krónur hjá fjármálafyrirtæki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Þessar eignir í íslenskum krónum verða fyllilega framseljanlegar og má skipta í erlendan gjaldeyri. Til þess að heimilt sé að flytja fjármunina aftur úr landi þarf að skrá eign hjá Seðlabanka Íslands. Það mun gera Seðlabanka Íslands kleift að fylgjast með innstreyminu og efla gjaldeyrisforðann með inngripum ef færi gefst. Fjárfestum sem breyta þannig erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur verður ekki mismunað á nokkurn hátt. Til að draga úr hættu á að farið verði kringum gjaldeyrishöftin ná heimildir til að flytja út fjármagn að nýju hins vegar ekki til ákveðinna tegunda fjárfestinga, t.d. afleiðusamninga sem fjármagnaðir eru með lánsfé. Seðlabankanum er ekkert á móti skapi að króna styrkist nokkuð en rifja má upp að Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af aðilum peningastefnunefndarinnar, lýsti því yfir á fundi Seðlabankans fyrr í vikunni að gengi krónunnar væri lægra en Seðlabankinn telur æskilegt. Ef áhrifin á krónuna verða einhver þá verða þau til styrkingar. Hugsanlega mun Seðlabankinn þó nýta innstreymið að hluta, ef eitthvað verður, til að styrkja gjaldeyrisforðann og búa þannig í haginn fyrir hugsanlegt útflæði vegna þessara nýfjárfestinga þegar ráðist verður í annan áfanga í afnámi haftanna en í þeim áfanga verður höftum létt af útstreymi erlends gjaldeyris. Ekki er búið að tímasetja þann áfanga nánar en svo að fyrirhugað er að framkvæma hann á tíma ofangreindrar efnahagsáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda. Þess má geta að í aðdraganda þessa fyrsta skrefs í afnámi hafta hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt bæði á aflandsmarkaði og innlendum millibankamarkaði.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira