Verðum að semja upp á nýtt Sigurður Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2009 04:00 Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endanlega að jarða „þetta reddast" hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök. Í raun hafa aðalrökin verið að þetta verður bara að gera svo að við verðum ekki stimpluð sem vond þjóð og þetta muni alveg reddast. En mun þetta reddast? Af hverju mun það reddast? Hvaða forsendur eru á bak við það? Við getum vart framfleytt okkur í dag og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Til að mynda, hvað flytja margir af landi brott og hvaða áhrif hefur það? Eigum við virkilega að taka á okkur auknar byrðar án þess að kannaðar séu mögulegar leiðir til að losna úr hengingarólinni? Hvað gengur stjórnvöldum til? Það er ekki að undra þó að viðhorf stjórnarinnar vegna Icesave-málsins og gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum leiði mann inn á þá braut hugsunar að hér sé verið að reyna að kaupa sér aðgöngumiða inn í ESB. Hvað annað liggur að baki? En stóra spurningin er: Hvað eigum við að gera í Icesave-málinu? Við getum ekki gengist undir þetta samkomulag, svo mikið er víst. Við værum að taka of mikla áhættu og það gæti hreinlega sent okkur út í skelfilegt skuldafen. Það er mér er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji taka þessa áhættu. Er það ekki að hluta til einmitt svona kæruleysi og hugarfar sem er búið að koma okkur í þessa stöðu? Það er líka niðurlægjandi fyrir íslenska þegna að horfa upp á stjórnvöld reyna að tjasla upp á samkomulag og setja ýmsa fyrirvara sem þau halda að Bretar og Hollendingar muni samþykkja. Hvaða veruleikafirring er í gangi? Af hverju ættu þeir að gera það? Við erum að brjóta samkomulag og breyta samningnum einhliða. Myndum við sætta okkur við slíkt framferði ef við setjum okkur í spor þeirra? Þetta er þvílík heimska að maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Því miður er staðan sú að það eina sem hægt er að gera er að virða ekki fyrra samkomulag, því áhættan er of mikil og líkurnar á brotlendingu okkar sem þjóðar eru of miklar. Síðan þarf að undirbúa nýjar samningaviðræður með faglegum hætti, fá viðeigandi aðila að borðinu aftur og ræða hlutina af fagmennsku og finna raunhæfar lausnir. Munum að það er líka ábyrgðarleysi að lofa skuldbindingum sem ekki er hægt að standa við. Við stöndum í milliríkjadeilum sem við leysum ekki ein og sér og við sem þjóð ráðum ekki einhliða lausn þessa máls. Þess vegna er fáránlegt að eyða öllu þessu púðri í að vera að sjóða saman einhverja fyrirvara og reyna að finna leiðir til að breyta samkomulaginu vegna Icesave. Ef við viljum breyta fyrra samkomulagi þá þarf að semja um það. Það þarf að kynna og útskýra stöðu okkar og semja upp á nýtt. Við þurfum að gera það faglega, sem þýðir að hagsmunir allra aðila eru hafðir í huga. Ekki bara hagsmunir erlendra þjóða, stofnana og fyrirtækja og heldur ekki bara hagsmunir okkar. Þetta er eina raunhæfa leiðin, því er nú verr og miður. Það er illa komið fyrir okkur en við megum ekki spila þannig úr spilunum að bjóða fólkinu í landinu upp á mun verri lífskjör en bjóðast annars staðar og við eigum heldur aldrei að sætta okkur við að vera kúguð af neinum. Við verðum að fara fram á að semja upp á nýtt. Höfundur er háskólakennari með leiðtogafræði og stjórnun sem sérsvið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endanlega að jarða „þetta reddast" hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök. Í raun hafa aðalrökin verið að þetta verður bara að gera svo að við verðum ekki stimpluð sem vond þjóð og þetta muni alveg reddast. En mun þetta reddast? Af hverju mun það reddast? Hvaða forsendur eru á bak við það? Við getum vart framfleytt okkur í dag og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Til að mynda, hvað flytja margir af landi brott og hvaða áhrif hefur það? Eigum við virkilega að taka á okkur auknar byrðar án þess að kannaðar séu mögulegar leiðir til að losna úr hengingarólinni? Hvað gengur stjórnvöldum til? Það er ekki að undra þó að viðhorf stjórnarinnar vegna Icesave-málsins og gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum leiði mann inn á þá braut hugsunar að hér sé verið að reyna að kaupa sér aðgöngumiða inn í ESB. Hvað annað liggur að baki? En stóra spurningin er: Hvað eigum við að gera í Icesave-málinu? Við getum ekki gengist undir þetta samkomulag, svo mikið er víst. Við værum að taka of mikla áhættu og það gæti hreinlega sent okkur út í skelfilegt skuldafen. Það er mér er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji taka þessa áhættu. Er það ekki að hluta til einmitt svona kæruleysi og hugarfar sem er búið að koma okkur í þessa stöðu? Það er líka niðurlægjandi fyrir íslenska þegna að horfa upp á stjórnvöld reyna að tjasla upp á samkomulag og setja ýmsa fyrirvara sem þau halda að Bretar og Hollendingar muni samþykkja. Hvaða veruleikafirring er í gangi? Af hverju ættu þeir að gera það? Við erum að brjóta samkomulag og breyta samningnum einhliða. Myndum við sætta okkur við slíkt framferði ef við setjum okkur í spor þeirra? Þetta er þvílík heimska að maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Því miður er staðan sú að það eina sem hægt er að gera er að virða ekki fyrra samkomulag, því áhættan er of mikil og líkurnar á brotlendingu okkar sem þjóðar eru of miklar. Síðan þarf að undirbúa nýjar samningaviðræður með faglegum hætti, fá viðeigandi aðila að borðinu aftur og ræða hlutina af fagmennsku og finna raunhæfar lausnir. Munum að það er líka ábyrgðarleysi að lofa skuldbindingum sem ekki er hægt að standa við. Við stöndum í milliríkjadeilum sem við leysum ekki ein og sér og við sem þjóð ráðum ekki einhliða lausn þessa máls. Þess vegna er fáránlegt að eyða öllu þessu púðri í að vera að sjóða saman einhverja fyrirvara og reyna að finna leiðir til að breyta samkomulaginu vegna Icesave. Ef við viljum breyta fyrra samkomulagi þá þarf að semja um það. Það þarf að kynna og útskýra stöðu okkar og semja upp á nýtt. Við þurfum að gera það faglega, sem þýðir að hagsmunir allra aðila eru hafðir í huga. Ekki bara hagsmunir erlendra þjóða, stofnana og fyrirtækja og heldur ekki bara hagsmunir okkar. Þetta er eina raunhæfa leiðin, því er nú verr og miður. Það er illa komið fyrir okkur en við megum ekki spila þannig úr spilunum að bjóða fólkinu í landinu upp á mun verri lífskjör en bjóðast annars staðar og við eigum heldur aldrei að sætta okkur við að vera kúguð af neinum. Við verðum að fara fram á að semja upp á nýtt. Höfundur er háskólakennari með leiðtogafræði og stjórnun sem sérsvið.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar