Parketið bíður 20. apríl 2009 16:45 "Það er bara skítaveður úti. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af," sagði Sigurður Eggertsson hjá Val þegar Vísir spurði hann út í leikinn gegn HK í úrslitakeppninni í kvöld. Valsmenn geta tryggt sér sæti í úrslitarimmu N1 deildarinnar með sigri í Digranesi í kvöld eftir nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum á Hlíðarenda, þar sem sigur Vals var raunar aldrei í hættu. "Nei, mér fannst sigur okkar aldrei í hættu í þeim leik, en á móti kemur að sigur þeirra var aldrei í hættu í leiknum þar á undan. Við vorum flottir í síðasta leik og vona að við verðum það aftur í kvöld. Við erum ekkert spes sóknarlið en þegar við erum með flotta vörn og markvörslu erum við góðir," sagði Sigurður. Ólafur Haukur Gíslason átti stórleik í marki Vals í fyrsta leiknum og Sigurður vill fá hann í landsliðið. "Ólafur er yfirburðamarkvörður í þessari deild og það er skandall að þjálfarinn okkar velji hann ekki í landsliðið sitt," sagði Sigurður í léttum dúr og vísaði til þess að Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann segir mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta einbeitt til leiks í Kópavoginn í kvöld. "Það skiptir miklu að hausinn sé í lagi, því það er stundum tíu marka sveifla milli leikja þessara liða og það er bara hausinn. Þetta eru jú sömu leikmenn sem eru að spila." Við spurðum Sigurð að lokum hversu mikilvægt það væri fyrir Valsmenn og hann sjálfan að klára einvígið í Digranesi í kvöld. "Mér finnst það voðalega mikilvægt af því ég þarf að klára að leggja parket á íbúðina mína og það er voðalega leiðinlegt að gera það í einhverju stressi. Ég hef líka gott af því að fá smá hvíld af því ég er svo slæmur í skrokknum," sagði Sigurður léttur í bragði. Olís-deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
"Það er bara skítaveður úti. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af," sagði Sigurður Eggertsson hjá Val þegar Vísir spurði hann út í leikinn gegn HK í úrslitakeppninni í kvöld. Valsmenn geta tryggt sér sæti í úrslitarimmu N1 deildarinnar með sigri í Digranesi í kvöld eftir nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum á Hlíðarenda, þar sem sigur Vals var raunar aldrei í hættu. "Nei, mér fannst sigur okkar aldrei í hættu í þeim leik, en á móti kemur að sigur þeirra var aldrei í hættu í leiknum þar á undan. Við vorum flottir í síðasta leik og vona að við verðum það aftur í kvöld. Við erum ekkert spes sóknarlið en þegar við erum með flotta vörn og markvörslu erum við góðir," sagði Sigurður. Ólafur Haukur Gíslason átti stórleik í marki Vals í fyrsta leiknum og Sigurður vill fá hann í landsliðið. "Ólafur er yfirburðamarkvörður í þessari deild og það er skandall að þjálfarinn okkar velji hann ekki í landsliðið sitt," sagði Sigurður í léttum dúr og vísaði til þess að Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann segir mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta einbeitt til leiks í Kópavoginn í kvöld. "Það skiptir miklu að hausinn sé í lagi, því það er stundum tíu marka sveifla milli leikja þessara liða og það er bara hausinn. Þetta eru jú sömu leikmenn sem eru að spila." Við spurðum Sigurð að lokum hversu mikilvægt það væri fyrir Valsmenn og hann sjálfan að klára einvígið í Digranesi í kvöld. "Mér finnst það voðalega mikilvægt af því ég þarf að klára að leggja parket á íbúðina mína og það er voðalega leiðinlegt að gera það í einhverju stressi. Ég hef líka gott af því að fá smá hvíld af því ég er svo slæmur í skrokknum," sagði Sigurður léttur í bragði.
Olís-deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti