Viðskipti innlent

Eik Banki tapaði 6 milljörðum kr. í fyrra

Eik Banki í Færeyjum skilaði tapi upp á 314 milljónir danskra kr. eða um 6 milljörðum kr. á síðasta ári en uppgjör bankans var birt í morgun.

Fram kemur í uppgjörinu að árið í fyrra hafi verið erfitt fyrir Eik Banki eins og raunar flestar aðrar fjármálastofnanir. Marner Jacobsen bankastjóri Eik segir að árangur ársins valdi vonbrigðum en hinsvegar sé ánægjulegt að vöxgtur hafi orðið í grunnstarfsemi bankans.

Fram kemur í uppgjörinu að þrátt fyrir tapið sé lausafjárstaða bankans góð og eiginfjárhlutfall hans sé 10,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×