Eftirlitsstofnanir skorti verkfæri til viðbragða 31. mars 2009 04:45 Kaarlo Jännäri Finnski bankasérfræðingurinn sem í gær skilaði skýrslu sinni fyrir forsætisráðuneytið var forstjóri fjármálaeftirlits Finna í 11 ár, var um tíma einn yfirmanna finnska seðlabankams og var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri SKOP-bankans finnska á þeim tímum þegar fjármálakreppa var hvað mest þar. Fréttablaðið/Pjetur Slakur bankarekstur, slæm opinber stefna og óheppni spiluðu saman í falli fjármálakerfisins, að mati Kaarlos Jännäri, finnsks bankasérfræðings. Hann skilaði í gær skýrslu um reglur og eftirlit með bankastarfsemi hér. Jännäri leggur til ýmsar leiðir til úrbóta og telur líklegt að innan fimm ára verði Ísland orðið aðili að ESB og taki upp evru. Íslenska bankakerfið verður í framtíðinni mjög ólíkt því gamla að mati Kaarlos Jännäris, sem er einn þekktasti bankamaður Finnlands. Hann telur að bankarnir verði hér hefðbundnar smáar stofnanir sem starfi á innanlandsmarkaði. Kaarlo Jännäri kynnti síðdegis í gær skýrslu sína um reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Skýrslan er hluti af samkomulagi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jännäri segir að færa megi yfir á fall íslenska bankakerfisins það sem sagt var um fall þess norska um tveimur áratugum fyrr. Það skrifist á slakan bankarekstur, slæma stefnu og óheppni. Jännäri segir að ekki megi gleyma ábyrgð þeirra sem bönkunum stýrðu í örri útþenslu sem byggt hafi á miklum lántökum og fjárfestingum á eignabólusviðum. Þeirra sé ábyrgðin mest á að byggja upp bankakerfi sem komið hafi verið úr öllu hlutfalli við það sem landið og stofnanir þess gátu staðið undir. Þá hafi peningamálastjórn Seðlabankans ekki haft nema mjög takmörkuð áhrif vegna flæðis erlends fjármagns inn í landið. Aukið hafi á þennan vanda að íslenska ríkið hafi í raun rekið tvær peningastefnur, en vaxtastefna Íbúðalánasjóðs hafi unnið gegn markmiðum Seðlabankans. Sömuleiðis segir Jännäri að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi ekki haft burði til að hafa eftirlit með jafnstóru fjármálakerfi og hér var orðið til. Eftirlitið hafi búið við sama regluverk og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu, en bundið á sama klafa þröngs lagabókstafs og norræn fjármálaeftirlit. Hann mælist til þess að ekki verða felldar út heimildir FME í neyðarlögunum til að bregðast við og grípa inn í á fjármálamarkaði. Óheppnin felst svo í því að á skyldi bresta fjármálakreppa í heiminum af slíkri dýpt að annað eins hafi ekki sést síðan í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. „Fall Lehman Brothers bankans 15. september veitti íslensku bönkunum náðarhöggið og gerði út um getu stjórnvalda til að koma þeim til aðstoðar,“ segir Jännäri. „Hefði ekki orðið algjört frost á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og trú á Íslandi ekki brostið hefði kannski verið örlítil von um að bankarnir lifðu af.“ Jännäri segir erfitt að spá fyrir um langtímaþróun efnahagslífs hér, en telur miklar líkur á að landið gangi í Evrópusambandið (ESB) og taki upp evru á næstu fimm árum eða svo. olikr@markadurinn.is Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira
Slakur bankarekstur, slæm opinber stefna og óheppni spiluðu saman í falli fjármálakerfisins, að mati Kaarlos Jännäri, finnsks bankasérfræðings. Hann skilaði í gær skýrslu um reglur og eftirlit með bankastarfsemi hér. Jännäri leggur til ýmsar leiðir til úrbóta og telur líklegt að innan fimm ára verði Ísland orðið aðili að ESB og taki upp evru. Íslenska bankakerfið verður í framtíðinni mjög ólíkt því gamla að mati Kaarlos Jännäris, sem er einn þekktasti bankamaður Finnlands. Hann telur að bankarnir verði hér hefðbundnar smáar stofnanir sem starfi á innanlandsmarkaði. Kaarlo Jännäri kynnti síðdegis í gær skýrslu sína um reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Skýrslan er hluti af samkomulagi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jännäri segir að færa megi yfir á fall íslenska bankakerfisins það sem sagt var um fall þess norska um tveimur áratugum fyrr. Það skrifist á slakan bankarekstur, slæma stefnu og óheppni. Jännäri segir að ekki megi gleyma ábyrgð þeirra sem bönkunum stýrðu í örri útþenslu sem byggt hafi á miklum lántökum og fjárfestingum á eignabólusviðum. Þeirra sé ábyrgðin mest á að byggja upp bankakerfi sem komið hafi verið úr öllu hlutfalli við það sem landið og stofnanir þess gátu staðið undir. Þá hafi peningamálastjórn Seðlabankans ekki haft nema mjög takmörkuð áhrif vegna flæðis erlends fjármagns inn í landið. Aukið hafi á þennan vanda að íslenska ríkið hafi í raun rekið tvær peningastefnur, en vaxtastefna Íbúðalánasjóðs hafi unnið gegn markmiðum Seðlabankans. Sömuleiðis segir Jännäri að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi ekki haft burði til að hafa eftirlit með jafnstóru fjármálakerfi og hér var orðið til. Eftirlitið hafi búið við sama regluverk og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu, en bundið á sama klafa þröngs lagabókstafs og norræn fjármálaeftirlit. Hann mælist til þess að ekki verða felldar út heimildir FME í neyðarlögunum til að bregðast við og grípa inn í á fjármálamarkaði. Óheppnin felst svo í því að á skyldi bresta fjármálakreppa í heiminum af slíkri dýpt að annað eins hafi ekki sést síðan í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. „Fall Lehman Brothers bankans 15. september veitti íslensku bönkunum náðarhöggið og gerði út um getu stjórnvalda til að koma þeim til aðstoðar,“ segir Jännäri. „Hefði ekki orðið algjört frost á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og trú á Íslandi ekki brostið hefði kannski verið örlítil von um að bankarnir lifðu af.“ Jännäri segir erfitt að spá fyrir um langtímaþróun efnahagslífs hér, en telur miklar líkur á að landið gangi í Evrópusambandið (ESB) og taki upp evru á næstu fimm árum eða svo. olikr@markadurinn.is
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira