Viðskipti innlent

Flug Icelandair til Glasgow liggur niðri fram á haust

Icelandair hefur ákveðið að vera ekki með beint flug til Glasgow í Skotlandi í sumaráætlun sinni eins og venjulega. Búið var að leggja flugið niður í núverandi vetraráætlun félagsins.

Guðjón Arngrímsson blaðafulltrúi Icelandair segir að inni í ákvörðun þeirra spili minnkandi eftirspurn eftir þessu flugi. Ekki bara af hendi Íslendinga heldur einnig Skota.

"Við höldum áfram flugi okkar til London og Manchester en við ákváðum að leggja meiri áherslu á Manchester en Glasgow, allavega fram á haustið," segir Guðjón.

Ákvörðun Icelandair verður endurskoðuð fyrir næstu vetraráætlun félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×