Viðskipti innlent

Björgólfur sagður hafa selt fyrir 18 milljarða

Björgólfur er sagður hafa selt hlut sinn í Netia símafyrirtækinu.
Björgólfur er sagður hafa selt hlut sinn í Netia símafyrirtækinu.
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt 31% hlut sinn í Netia, sem er annað stærsta símafyrirtækið í Póllandi. Þetta fullyrðir Reuters fréttastofan.

Í frétt á vef Reuters kemur fram að 118 milljón hlutir í Netia símafyrirtækinu hafi verið seldir á mörkuðum í Varsjá í gær. Virði viðskiptanna hafi verið 158 milljónir bandaríkjadala, eða 17.9 milljarðar króna. Fram kemur í frétt Reuters að bæði Novator og Netia hafi neitað að tjá sig um málið.

Reuters segir að í kjölfar kreppunnar á Íslandi hafi margir búist við því að Novator myndi selja hlut sinn í Netia og 75% hlut sinn í P4, sem er fjórða stærsta farsímafyrirtækið í Póllandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×