Svandís gagnrýnd fyrir seinagang 1. desember 2009 13:39 Svandís Svavarsdóttir. MYND/GVA Lagning nýs vegar um Vattarfjörð og Kjálkafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum þarf að fara í umhverfismat, þvert gegn vilja Vegagerðarinnar, samkvæmt úrskurði Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.Gagnrýnt var á Alþingi í gær að það hefði tekið ráðherrann sjö mánuði að kveða upp úrskurðinn þegar lög gerðu ráð fyrir að hann hefði tvo. Ráðherrann lofaði bót og betrun vegna ítrekaðrar gagnrýni á ráðuneytið fyrir að draga úrskurði fram úr hófi.Vegagerðin áformar að endurbyggja mjóan og krókóttan malarveg, sem er aðalleiðin milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur, en vill einnig stytta leiðina um allt að níu kílómetra með því að þvera tvo fjarðarbotna. Skipulagsstofnun úrskurðaði hins vegar síðastliðinn vetur að vegarlagningin ætti að sæta umhverfismati, þar sem hún kynni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Vegagerðin kærði þann úrskurð og hafði umhverfisráðherra lögbundinn frest til 28. júní í sumar til að útkljá málið. Niðurstaða ráðherra, að vegurinn skyldi í umhverfismat, kom loks á föstudag, fimm mánuðum eftir að frestur, sem ráðherrann hafði, rann út.Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær og kvaðst ekki hafa gert ráð fyrir öðru en að umhverfisráðherra kæmist að þessari niðurstöðu. Það væri hins vegar mjög ámælisvert að það skyldi hafa tekið allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í ekki stærra máli en þetta. Það væri ekki líðandi að þetta skuli verða einskonar plagsiður.Rifjað skal upp að umhverfisráðherra sætti gagnrýni í haust fyrir að draga úrskurð um Suðvesturlínur fram yfir lögbundinn frest. Þá liggja fyrir álit umboðsmanns Alþingis þar sem hægur málshraði er ítrekað gagnrýndur.Svandís Svavarsdóttir lofaði að bæta úr og sagði það áhyggjuefni að töluvert margar athugasemdir hefðu komið frá umboðsmanni Alþingis og fleiri aðilum varðandi afgreiðslutíma mála í umhverfisráðuneytinu. Hún sagði að verið væri að taka á því sérstaklega og þakkaði þingmanninum fyrir að standa vaktina með sér í því. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Lagning nýs vegar um Vattarfjörð og Kjálkafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum þarf að fara í umhverfismat, þvert gegn vilja Vegagerðarinnar, samkvæmt úrskurði Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.Gagnrýnt var á Alþingi í gær að það hefði tekið ráðherrann sjö mánuði að kveða upp úrskurðinn þegar lög gerðu ráð fyrir að hann hefði tvo. Ráðherrann lofaði bót og betrun vegna ítrekaðrar gagnrýni á ráðuneytið fyrir að draga úrskurði fram úr hófi.Vegagerðin áformar að endurbyggja mjóan og krókóttan malarveg, sem er aðalleiðin milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur, en vill einnig stytta leiðina um allt að níu kílómetra með því að þvera tvo fjarðarbotna. Skipulagsstofnun úrskurðaði hins vegar síðastliðinn vetur að vegarlagningin ætti að sæta umhverfismati, þar sem hún kynni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Vegagerðin kærði þann úrskurð og hafði umhverfisráðherra lögbundinn frest til 28. júní í sumar til að útkljá málið. Niðurstaða ráðherra, að vegurinn skyldi í umhverfismat, kom loks á föstudag, fimm mánuðum eftir að frestur, sem ráðherrann hafði, rann út.Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær og kvaðst ekki hafa gert ráð fyrir öðru en að umhverfisráðherra kæmist að þessari niðurstöðu. Það væri hins vegar mjög ámælisvert að það skyldi hafa tekið allan þennan tíma að komast að niðurstöðu í ekki stærra máli en þetta. Það væri ekki líðandi að þetta skuli verða einskonar plagsiður.Rifjað skal upp að umhverfisráðherra sætti gagnrýni í haust fyrir að draga úrskurð um Suðvesturlínur fram yfir lögbundinn frest. Þá liggja fyrir álit umboðsmanns Alþingis þar sem hægur málshraði er ítrekað gagnrýndur.Svandís Svavarsdóttir lofaði að bæta úr og sagði það áhyggjuefni að töluvert margar athugasemdir hefðu komið frá umboðsmanni Alþingis og fleiri aðilum varðandi afgreiðslutíma mála í umhverfisráðuneytinu. Hún sagði að verið væri að taka á því sérstaklega og þakkaði þingmanninum fyrir að standa vaktina með sér í því.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira