Skoðun

Úr ánauð flokkanna

Ástþór Magnússon skrifar um kosningar

Laugardaginn 25. apríl ertu frjáls. Lýðræðishreyfingin veitir þér frelsi:

Þú færð atkvæðisrétt á Alþingi: Þú getur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum Alþingis í gegnum rafrænt Almannaþing óskir þú þess. Láttu ekki blekkja þig til að afsala fullveldi þínu næstu fjögur árin til flokkseigendafélaga og mútuþægra stjórnmálamanna.

• Sækjum þýfið sem útrásarvíkingarnir stálu af þjóðinni: Við viljum nota öll tiltæk lög m.a. hryðjuverkalög eins og bretar gerðu gegn Landsbankanum, til að gera útrásarvíkingana óstarfhæfa hvar sem er í heiminum og fá þá framselda hingað til lands. Þetta viljum við gera strax því þá byrja ormagryfjurnar þeirra að opnast fyrir alvöru. Við viljum síðan sækja þá fleiri hundruð milljarða sem þeir stálu af þjóðinni.

• Markaðssetjum Ísland sem land tækifæranna: Við viljum setja upp markaðsskrifstofu með 200 manna vandlega völdu fólki úr atvinnuleysisskránni til að markaðssetja Ísland um allan heim og laða hingað til lands víðtæka erlenda starfsemi sem skapar störf og gjaldeyristekjur.

• Jöklabréfin sem fjárfestingasjóður: Við viljum umbreyta jöklabréfunum í innlendan fjárfestingasjóð atvinnulífsins til að minnka þrýstingin á krónuna og fá erlendu fjárfestana með í uppbyggingingarstarfið.

• Hagræðing án skattahækkana: Við viljum hagræða í stjórnsýslunni til sparnaðar um leið og atvinna og tekjur eru auknar með nýrri atvinnustarfsemi. Við viljum ekki skattleggja venjuleg heimili sem nú þegar berjast í bökkum.

• Endurbyggjum bankakerfið með erlendri þátttöku: Við viljum fá hingað til lands færustu hagfræðinga heims eins og George Soros til aðstoðar við endurskipulagningu hagkerfisins og tengja fjármálastofnanir okkar við erlenda fjármálamakraði. Þannig komum við í veg fyrir annað bankahrun.

Það er aðeins eitt raunhæft val: xP

Höfundur er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.




Skoðun

Sjá meira


×