Viðskipti innlent

Minna fé til bankanna en áætlað var

Heimir Már Pétursson skrifar

Ríkissjóður þarf að öllum líkindum að leggja minna fé til nýju bankanna en fyrri áætlanir gera ráð fyrir. Uppgjöri á skuldum og eignum bankanna lýkur fyrir mánaðamót og þá er hægt að hefja viðræður við erlenda kröfuhafa.

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræður utan dagskrár um endurreisn bankakerfisins á Alþingi í dag. Hann sagði margt óljóst í þeim efnum og til dæmis hafi heyrst að eignasafn bankanna væri verra en talið var og ekki myndu innheimtast nema um 30 prósent útlana bankanna.

Í fjárlögum er gert ráð fyrir að allt að 385 milljarðar fari til að auka eigið fé nýju bankanna. Viðskiptaráðherra segir fyrstu niðurstöður í mati á eignum og skuldum bankanna liggi fyrir um næstu mánaðamót. Þá sé hægt að hefja samninga við erlenda kröfuhafa.

Ef takist að byggja upp gott fjármálakerfi muni skattgreiðendur fá þessa fjármuni greidda til baka.Bjarni benediktsson lagði áherslu á að mat á eignum og skuldum bankanna yrði vandað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×