Viðskipti innlent

Eik tekur á sig 200 milljónir vegna Húsasmiðjunnar

Í kjölfar yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni hefur Eik fasteignafélag ákveðið að hleypa Húsasmiðjunni úr einum leigusamning þar sem enginn rekstur er.

Einnig mun félagið veita Húsasmiðjunni tímabundna leigulækkun sem mun að hluta til vera tengd árangri Húsasmiðjunnar á næstu árum. Áætluð áhrif þess á eigið fé Eikar fasteignafélags eru um tvö hundruð milljón krónur.

Í tilkynningu segir að samkomulag hefur náðst milli Eikar fasteignafélags, Húsasmiðjunnar og Landsbankans þess eðlis að Landsbankinn breytir hluta af kröfum sínum á Húsasmiðjuna í eigið fé og tryggir þar með áframhaldandi rekstur hennar.

Í skýrslu stjórnar í árshlutareikningi Eikar fasteignafélags, sem birtur var í ágúst síðastliðnum, kom fram að Húsasmiðjan, sem er stærsti leigutaki félagsins, hafi óskað eftir viðræðum um leigulækkun í tengslum við endurfjármögnun Húsasmiðjunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×