Viðskipti innlent

Telur laun skilanefndamanna vera eðlileg

Heildarkostnaður við uppskipti bankanna nálgast nú milljarð. Þar af nema laun til skilanefndarmanna 240 milljónum króna en árslaun eins skilanefndarmanns myndu duga til að borga verkamanni laun í 14 og hálft ár. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur þetta eðlileg laun.

Skilanefndarmenn eru með verktakasamning við Fjármálaeftirlitið og samkvæmt samþykkt sem gerð var þar eru hámarkslaun á hvern nefndarmann 15 þúsund krónur á tímann. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, segir að hér sé um að ræða útselda vinnu fyrir þá 15 einstaklinga sem skipa skilanefndirnar þrjár og að einhverjum hluta útseld vinna fyrir nefndina. Hinsvegar megi gera ráð fyrir að hver nefndarmaður hafi fengið um 3 milljónir í mánaðarlán. Mikið vinnuálag var á skilanefndirnar í upphafi en gera má ráð fyrir að vinnuframlag muni fara minnkandi. Sé hins vegar gengið út frá því vinnuframlagi sem verið hefur má gera ráð fyrir að launakostnaður vegna þeirra 5 skilanefnda sem nú eru starfandi verði tæpar 825 milljónir fyrir árið 2009.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni myndu laun skilanefndamannanna duga til að borga tæplega 4000 verkamönnum laun í heilt ár. Þá tæki það einn verkamann 14 og hálft ár að vinna fyrir árslaunum eins skilanefndarmanns. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að launin séu vissulega há miðað við það sem almennt gerist hjá hinu opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×