Viðskipti innlent

TM Software sótti á erlend mið

Pétur ÁGústsson Innanhússlausn hjá TM Software er orðin fullbúin vara fyrir erlendan markað. Markaðurinn/GVA
Pétur ÁGústsson Innanhússlausn hjá TM Software er orðin fullbúin vara fyrir erlendan markað. Markaðurinn/GVA

„Við þróuðum þetta til að leysa vandamál innanhúss hjá okkur. Nú er viðbótin fullbúin og notuð til að leysa vandamálin úti í hinum stóra heimi,“ segir Pétur Ágústsson, hópstjóri hjá TM Software. Fyrirtækið hefur þróað viðbót við Jira-verkbeiðna- og þjónustu­kerfið sem gerir notendum kleift að tengja við tímaskráningar og koma í veg fyrir tvískráningar beiðna og reikninga.

Pétur segir mikla ánægju með lausnina og sé hún í notkun víða, svo sem hjá Apple, Sony í Evrópu og bandaríska netrisanum America Online og fleiri fyrirtækjum jafnt hérlendis sem erlendis.

Markaðssetning á lausninni erlendis er hluti af viðbrögðum TM Software við áhrifum hremminganna hér eftir hrunið fyrir ári þegar innlend fyrirtæki drógu hratt saman seglin. Á vordögum sótti fyrirtækið á erlenda markaði af meiri krafti en áður. Það hefur skilað sér í því að þrjátíu prósent tekna TM Software koma nú erlendis frá. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×