Viðskipti innlent

Straumsmenn kannast ekki við áhuga Eggerts á West Ham

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eggert Magnússon er sagður ætla að kaupa West Ham. Mynd/ E. Ól.
Eggert Magnússon er sagður ætla að kaupa West Ham. Mynd/ E. Ól.
„Við höfum enga vitneskju um það, né hefur hann verið í samstarfi við okkur eða neitt. Enda er klúbburinn þannig lagað ekki í neinum opinberum sölufasa," segir Georg Andersen, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Straums, aðspurður hvort til standi að Eggert Magnússon sé að kaupa knattspyrnufélagið West Ham.

Það er breska blaðið The Sun sem greinir frá fyrirhugðum kaupum. Georg segist ekki geta tjáð sig að öðru leyti um málið og vísaði á Eggert Magnússon. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Vísir ekki náð tali af Eggerti.


Tengdar fréttir

Eggert Magnússon reynir að kaupa West Ham

Eggert Magnússon er með leynd að reyna endurkomu sem nýr eigandi enska útvalsdeildarliðsins West Ham. Þetta er staðhæft í breska blaðinu The Sun í morgun. Eggert er enn búsettur í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×