Viðskipti innlent

Stork Fokker fær samning

F-35 orrustuþota frá Lockheed Martin
F-35 orrustuþota frá Lockheed Martin

Hollenska flugiðnaðarfyrirtækið Stork Aerospace hefur enn haft betur í útboði tengdu svonefndu JSF-herþotuverkefni, tengdu F-35 orrustuþotum, frá Lockheed Martin.

Útboðið sneri að framleiðslu á flapastýrum fyrir F-35 Lightning II þotuna allt til ársins 2014. Velta tengd verkinu er metin á 200 milljónir dala. Vefritið Defence Professionals segir að út tímabilið geti pantanir numið allt að milljarði dala.

Stork Aerospace er í eigu iðnsamstæðunnar Stork B.V. í Hollandi, sem er að stórum hluta í íslenskri eigu, en Eyrir Invest fer þar með sautján prósenta eignarhlut. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×