Viðskipti innlent

Alls 259 í gjaldþrot á árinu

Alls urðu 259 fyrirtæki gjaldþrota á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það eru 48 prósentum fleiri gjaldþrot en á sama tímabili í fyrra, þegar þau voru alls 175 talsins, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Alls urðu 73 fyrirtæki gjaldþrota í janúar síðastliðnum, 88 í febrúar og 98 í mars. Gjaldþrotum fjölgar því talsvert milli mánaða það sem af er árinu.

Í mars 2008 voru gjaldþrotin 78 talsins, og aukningin 26 prósent milli ára. Í nýliðnum mars voru flest gjaldþrotin í byggingarstarfsemi, en næstflest í heild- og smásöluverslun.- bj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×