OECD: Mikið rými til að skera niður ríkisútgjöld 2. september 2009 10:17 Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um Ísland sem kynnt var í morgun. Þar segir ennfremur að þörf er á verulegu átaki í ríkisfjármálum til að koma fjármálum hins opinbera aftur á sjálfbæran grundvöll. Hrun fjármálakerfis Íslands hefur stórlega aukið skuldir ríkisins í efnahagskreppunni sem, ásamt hækkandi endurgreiðslubyrði af skuldum, hefur stóraukið halla ríkissjóðs. Því er nauðsyn á að halda áfram að leiðrétta grundvöll ríkisfjármála. Í upphafi mun mest af þeirri leiðréttingu eiga sér stað gegnum skattahækkanir, en þegar fram í sækir verður niðurskurður á útgjöldum að aukast. Bankakerfið verður að komast aftur í eðlilegt horf til þess að þjóðarbúið nái sér aftur á strik. Eftir að bankarnir hrundu, settu stjórnvöld á stofn þrjá nýja banka með því að flytja öll innlend innlán og kröfur á innlenda aðila sem áður voru í gömlu bönkunum. Þótt þetta sé skilvirk tímabundin lausn, stenst hún ekki til lengri tíma. Nýju bankarnir hafa að geyma gallaðar eignir, þeir eru of stórir og ættu ekki að vera að eilífu í ríkiseigu. Stjórnvöld þyrftu að stíga nauðsynleg skref í átt að einkavæðingu og ættu að hvetja erlenda banka til þátttöku. Gjaldeyrishömlum ætti að aflétta hið fyrsta. Áætlunin sem studd er af viðbúnaðarláni AGS kom á gjaldeyrishömlum á fjármagnsflutninga til að koma í veg fyrir stórkostlegan fjárflótta, koma á stöðugu gengi og vernda heimili og fyrirtæki fyrir stórum, berskjöldum stöðutökum í erlendum gjaldeyri. Aflétta ætti þessum hömlum um leið og það er hægt á öruggan hátt, svo hægt verði að taka aftur upp eðlileg fjárhagssamskipti við erlenda markaði. Ef Ísland gerist aðili að ESB, væri æskilegt fyrir landið að leita aðgangs að evrusvæðinu svo fljótt sem unnt er til að njóta efnahagslegs hagræðis þess. Peningastefna fortíðarinnar hefur ekki gefið góða raun, bæði þegar stuðst var við gengisviðmið jafnt sem verðbólgumarkmið. Með því að ganga inn í evrusvæðið mun Ísland njóta hagræðis af trúverðugleika evrópska seðlabankans og einnig af lægra áhættuálagi. Hrunið leiddi í ljós að fjármálaeftirlitið var veikbyggt og þarfnast leiðréttingar. Eftir að bankarnir voru einkavæddir 2003, uxu þeir mjög hratt og urðu svo stórir í hlutfalli við þjóðarbúið að ekki var hægt að bjarga þeim þegar þeir lentu í erfiðleikum. Þeir urðu einnig svo flóknir og samtengdir að bankaeftirlitsmenn með takmörkuð völd gátu ekki lengur haft í fullu tré við þá. Í framtíðinni mun fjárhagslegur stöðugleiki nást með því að bankakerfið verði minna og einfaldara, eftirlit strangara og komið verði á traustum ramma með efnahagsstefnu sem beinist að kerfislægum og einstökum áhættum. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um Ísland sem kynnt var í morgun. Þar segir ennfremur að þörf er á verulegu átaki í ríkisfjármálum til að koma fjármálum hins opinbera aftur á sjálfbæran grundvöll. Hrun fjármálakerfis Íslands hefur stórlega aukið skuldir ríkisins í efnahagskreppunni sem, ásamt hækkandi endurgreiðslubyrði af skuldum, hefur stóraukið halla ríkissjóðs. Því er nauðsyn á að halda áfram að leiðrétta grundvöll ríkisfjármála. Í upphafi mun mest af þeirri leiðréttingu eiga sér stað gegnum skattahækkanir, en þegar fram í sækir verður niðurskurður á útgjöldum að aukast. Bankakerfið verður að komast aftur í eðlilegt horf til þess að þjóðarbúið nái sér aftur á strik. Eftir að bankarnir hrundu, settu stjórnvöld á stofn þrjá nýja banka með því að flytja öll innlend innlán og kröfur á innlenda aðila sem áður voru í gömlu bönkunum. Þótt þetta sé skilvirk tímabundin lausn, stenst hún ekki til lengri tíma. Nýju bankarnir hafa að geyma gallaðar eignir, þeir eru of stórir og ættu ekki að vera að eilífu í ríkiseigu. Stjórnvöld þyrftu að stíga nauðsynleg skref í átt að einkavæðingu og ættu að hvetja erlenda banka til þátttöku. Gjaldeyrishömlum ætti að aflétta hið fyrsta. Áætlunin sem studd er af viðbúnaðarláni AGS kom á gjaldeyrishömlum á fjármagnsflutninga til að koma í veg fyrir stórkostlegan fjárflótta, koma á stöðugu gengi og vernda heimili og fyrirtæki fyrir stórum, berskjöldum stöðutökum í erlendum gjaldeyri. Aflétta ætti þessum hömlum um leið og það er hægt á öruggan hátt, svo hægt verði að taka aftur upp eðlileg fjárhagssamskipti við erlenda markaði. Ef Ísland gerist aðili að ESB, væri æskilegt fyrir landið að leita aðgangs að evrusvæðinu svo fljótt sem unnt er til að njóta efnahagslegs hagræðis þess. Peningastefna fortíðarinnar hefur ekki gefið góða raun, bæði þegar stuðst var við gengisviðmið jafnt sem verðbólgumarkmið. Með því að ganga inn í evrusvæðið mun Ísland njóta hagræðis af trúverðugleika evrópska seðlabankans og einnig af lægra áhættuálagi. Hrunið leiddi í ljós að fjármálaeftirlitið var veikbyggt og þarfnast leiðréttingar. Eftir að bankarnir voru einkavæddir 2003, uxu þeir mjög hratt og urðu svo stórir í hlutfalli við þjóðarbúið að ekki var hægt að bjarga þeim þegar þeir lentu í erfiðleikum. Þeir urðu einnig svo flóknir og samtengdir að bankaeftirlitsmenn með takmörkuð völd gátu ekki lengur haft í fullu tré við þá. Í framtíðinni mun fjárhagslegur stöðugleiki nást með því að bankakerfið verði minna og einfaldara, eftirlit strangara og komið verði á traustum ramma með efnahagsstefnu sem beinist að kerfislægum og einstökum áhættum.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira