Viðskipti innlent

Actavis með risasendingu til Spánar

Fragtvél á vegum Actavis flaug til Barcelona á Spáni fyrir skömmu með verðmætasta farm sem félagið hefur flutt út í einni sendingu í meira en fimm ár.

Vélin flutti töflur af hjartalyfinu Atorvastatin Magnesium, sem framleiddar voru í lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Sala í spænskum apótekum hefst væntanlega í dag, en byrjað var að dreifa lyfinu til heildsala fyrr í vikunni.

Í fréttatilkynningu frá Actavis kemur fram að Atorvastatin sé mest selda lyfið á spænska markaðinum og raunar heiminum öllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×