Viðskipti innlent

Ríkið setur sér eigendastefnu

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Mynd/Pjetur
Ríkið hefur sett sér eigendastefnu í fjármálafyrirtækjum og er henni ætlað að skýra fyrirætlanir ríkisins sem eiganda að fjármálafyrirtækjum. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að þetta er í fyrsta skipti sem skýr og skrifleg eigandastefnu er sett fram af hálfu ríkisins. Ætlunin er að eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum geti orðið fyrirmynd að almennri eigandastefnu ríkisins sem unnin verði á næstu misserum og nái til allra félaga og fyrirtækja sem ríkið á hluti í.

„Sérstaklega reynir á nú þegar endurreisn íslensks fjármálakerfis stendur yfir og hefur ríkið því ákveðið að setja upp sérstakt tímabundið skipulag vegna utanumhalds um eignahluti sem það kann að eignast í fjármálafyrirtækjum," segir í tilkynningunni.

Þar segir að stefnan taki mið af þessum sérstöku aðstæðum og er með henni leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×