Ný stjórn tekin við Teymi 2. september 2009 16:09 Nýir eigendur Teymis hf. tóku við stjórnartaumum í félaginu á aðalfundi í dag, þar sem ný stjórn var kjörin. Landsbankinn er langstærsti hluthafinn í félaginu með um 62 prósenta hlut. Með stjórnarskiptunum lauk formlega fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem staðið hefur stærstan hluta ársins. Nýr stjórnarformaður Teymis er Þórður Ólafur Þórðarson en aðrir stjórnarmenn eru Einar Páll Tamimi, Gísli Valur Guðjónsson, Lúðvík Örn Steinarsson og Steinþór Baldursson. Í tilkynningu frá nýrri stjórn er því fagnað að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé nú endanlega lokið. Með henni hafi tekist að að koma félaginu fyrir vind í því mikla efnahagsóveðri sem geisað hefur undanfarið ár og eyða óvissunni um framtíð félagsins. Skuldastaðan versnaði til muna „Hrunið sem varð í íslensku efnahagsumhverfi á sl. ári olli því að skuldastaða fyrirtækisins versnaði til muna líkt og hjá mörgum öðrum innlendum félögum," segir ennfremur. „Þessar breyttu aðstæður urðu til þess, að stjórnendur Teymis höfðu frumkvæði að nánu samstarfi við kröfuhafa félagsins í þeim tilgangi að finna lausn á vanda þess. Lauk þeirri samvinnu með því, að samkomulag náðist við fyrri eigendur um að eignarhlutur þeirra yrði afskrifaður að fullu, kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í hlutafé og eignuðust félagið að fullu. Það er samdóma álit félagsins og kröfuhafa, að með þessu hafi náðst að tryggja hagsmuni lánadrottna Teymis og þeirra þúsund starfsmanna sem vinna hjá dótturfélögum Teymis. Sú aðferðafræði sem viðhöfð var í þessu ferli og sú samvinna sem tókst með félaginu og kröfuhöfum félagsins, er í senn ábyrg og skynsöm. Það er ánægjuefni að önnur fyrirtæki hafi nú valið að fylgja fordæmi Teymis hvað þetta snertir." Hæfileg skuldsetning dótturfélaga Þá segir að með breyttu eignarhaldi hafi rekstrarumhverfi dótturfélaga Teymis breyst verulega til hins betra, „því enda þótt rekstur þeirra hafi gengið vel var erfið skuldastaða móðurfélagsins þeim fjötur um fót. Dótturfélögin búa nú við hæfilega skuldsetningu og horfurnar í rekstri þeirra eru bjartar þegar horft er til þess erfiða árferðis sem íslensk fyrirtæki búa við. Rík áhersla hefur verið lögð á raunhæfar rekstaráætlanir og útlit er fyrir góðan árangur af rekstrinum á árinu. Afkoma fyrstu sjö mánaða þessa árs staðfestir, að Teymi er öflugt félag og undirliggjandi rekstur þess er góður." Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Nýir eigendur Teymis hf. tóku við stjórnartaumum í félaginu á aðalfundi í dag, þar sem ný stjórn var kjörin. Landsbankinn er langstærsti hluthafinn í félaginu með um 62 prósenta hlut. Með stjórnarskiptunum lauk formlega fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, sem staðið hefur stærstan hluta ársins. Nýr stjórnarformaður Teymis er Þórður Ólafur Þórðarson en aðrir stjórnarmenn eru Einar Páll Tamimi, Gísli Valur Guðjónsson, Lúðvík Örn Steinarsson og Steinþór Baldursson. Í tilkynningu frá nýrri stjórn er því fagnað að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé nú endanlega lokið. Með henni hafi tekist að að koma félaginu fyrir vind í því mikla efnahagsóveðri sem geisað hefur undanfarið ár og eyða óvissunni um framtíð félagsins. Skuldastaðan versnaði til muna „Hrunið sem varð í íslensku efnahagsumhverfi á sl. ári olli því að skuldastaða fyrirtækisins versnaði til muna líkt og hjá mörgum öðrum innlendum félögum," segir ennfremur. „Þessar breyttu aðstæður urðu til þess, að stjórnendur Teymis höfðu frumkvæði að nánu samstarfi við kröfuhafa félagsins í þeim tilgangi að finna lausn á vanda þess. Lauk þeirri samvinnu með því, að samkomulag náðist við fyrri eigendur um að eignarhlutur þeirra yrði afskrifaður að fullu, kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í hlutafé og eignuðust félagið að fullu. Það er samdóma álit félagsins og kröfuhafa, að með þessu hafi náðst að tryggja hagsmuni lánadrottna Teymis og þeirra þúsund starfsmanna sem vinna hjá dótturfélögum Teymis. Sú aðferðafræði sem viðhöfð var í þessu ferli og sú samvinna sem tókst með félaginu og kröfuhöfum félagsins, er í senn ábyrg og skynsöm. Það er ánægjuefni að önnur fyrirtæki hafi nú valið að fylgja fordæmi Teymis hvað þetta snertir." Hæfileg skuldsetning dótturfélaga Þá segir að með breyttu eignarhaldi hafi rekstrarumhverfi dótturfélaga Teymis breyst verulega til hins betra, „því enda þótt rekstur þeirra hafi gengið vel var erfið skuldastaða móðurfélagsins þeim fjötur um fót. Dótturfélögin búa nú við hæfilega skuldsetningu og horfurnar í rekstri þeirra eru bjartar þegar horft er til þess erfiða árferðis sem íslensk fyrirtæki búa við. Rík áhersla hefur verið lögð á raunhæfar rekstaráætlanir og útlit er fyrir góðan árangur af rekstrinum á árinu. Afkoma fyrstu sjö mánaða þessa árs staðfestir, að Teymi er öflugt félag og undirliggjandi rekstur þess er góður."
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira