Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftunum og segir að Seðlabankinn muni fljótlega tilkynna um slíkt. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í Morgunblaðinu í dag.

 

„Ég tel gjaldeyrishöftin leka töluvert. Ég tel að við þurfum að gera átak í því að bæta framfylgdina. Við í Seðlabankanum erum að vinna mjög hratt að því sem að okkur snýr í þeim efnum. Ég vona að það verði hægt að tilkynna um þá hluti mjög fljótlega," segir Már Guðmundsson í viðtalinu. „Á þessu munum við taka og það kemur til framkvæmda fljótlega. Það er því hættuspil að brjóta reglurnar."

 

Már Guðmundsson er m.a. spurður um peningastefnu Seðlabankans en hann var einn af aðalhöfundum hennar hérlendis á sínum tíma. Hann útilokar ekki breytingar á henni og segir: „Ég var hins vegar alltaf með Þann fyrirvara að þetta væri á vissan hátt tilraun og að stefnan þyrfti stuðning frá annarri hagstjórn," segir Már.

 

Aðspurður umórð sín um takmarkað aðgangi fjölmiðla að sér sem athygli vöktu nýlega segir Már að hann telji ekki ábyrgt að seðlabankastjóri tjái sig við fjölmiðla með mínútu fyrirvara og án umhugsunar þó hann gæti það. Hér verði að hafa fagleg vinnubrögð í huga.

 

Már á fortíð á vinstri væng stjórmálanna, var meðal annars formaður Fylkingarinnar á sínum yngri árum þegar sú hreyfing sameinaðist Alþýðubandalaginu. Hann segir í viðtalinu að hann hafi komið inn í Alþýðubandlagið af vinstri kantinum en fljótlega fært sig yfir á þann hægri.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×