Viðskipti innlent

Búið að selja alla hluti Exista í Bakkavör

Viðskiptum með alla hluti Exista í Bakkavör Group er lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakkavör.

 

Hlutirnir eru nú komnir í eigu félagsins ELL 182 sem er í eigu þeirra Lýðs Guðmundssonar sem er stjórnarformaður Bakkavarar og Ágúst bróður hans sem er forstjóri félagsins.

 

Í tilkynningunni frá 10. október segir að að stjórn Exista hefði ákveðið að selja allan hlut félagins í Bakkavör til félagsins ELL 182, sem er í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar. Viðskiptin voru gerð með fyrirvara um samþykki lánveitenda.

 

Söluverðið var 8,4 milljarðar kr. en um var að ræða tæpleg 40% af heildarhlutafé Bakkavarar á genginu 9,79 krónur. Á föstudag var lokagengi í Bakkavör hinsvegar 1.60 kr. og nam veltan með hlutina þann daginn rúmum 340 milljónum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×