NBA í nótt: Orlando og Miami jöfnuðu metin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2009 11:00 Josh Smith reynir að verjast Dwyane Wade í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Orlando og Miami jöfnuðu metin í sínum rimmum en Denver komst í 2-0 gegn New Orleans. Orlando vann Philadelphia, 96-87, þar sem nýliðinn Courtney Lee fór mikinn og skoraði 24 stig. Hedo Turkoglu bætti við sextán stigum og Dwight Howard ellefu og tíu fráköstum. Howard þurfti að fara af velli með sex villur þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og það mátti litlu muna að átján stiga forysta Orlando yrði að engu á þessum kafla. En heimamenn náðu að halda forystunni út leikinn. Andre Miller var með 30 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21 stig, þar af 20 í síðari hálfleik. Miami vann Atlanta, 108-93, á útivelli og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna. Miami átti skelfilegan leik í fyrsta leik liðanna og skoraði ekki nema 64 stig en það var allt annað að sjá til liðsins í nótt. Dwyane Wade fór á kostum og skoraði 33 stig, þar af þrettán stig í röð í lok fyrri hálfleiks. Atlanta náði að minnka muninn tvívegis í fimm stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Þetta var slæmt tap fyrir liðið enda dugir nú Miami að vinna heimaleiki sína til að komast í næstu umferð úrslitakeppninnar. Atlanta vann engan leik í úrslitakeppninni á útivelli á síðustu leiktíð. Denver vann New Orleans, 108-93. Chauncey Billups fór mikinn í liði Denver og skoraði 31 stig. Hann hefur farið á kostum í þessum tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Alls hefur hann skorað 67 stig í leikjunum tveimur, hitt úr tólf af fimmtán þriggja stiga skotum og öllum nítján vítaköstum sínum. Þar að auki hefur hann gefið tólf stoðsendingar og ekki tapað einum einasta bolta. Sigur Denver var mjög öruggur en næstu leikir fara fram á heimavelli New Orleans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1985 að Denver kemst í 2-0 forystu í einvígi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. David West var með 21 stig fyrir New Orleans, Peja Stojakovic sautján og Chris Paul fjórtán stig og þrettán stoðsendingar. NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Orlando og Miami jöfnuðu metin í sínum rimmum en Denver komst í 2-0 gegn New Orleans. Orlando vann Philadelphia, 96-87, þar sem nýliðinn Courtney Lee fór mikinn og skoraði 24 stig. Hedo Turkoglu bætti við sextán stigum og Dwight Howard ellefu og tíu fráköstum. Howard þurfti að fara af velli með sex villur þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og það mátti litlu muna að átján stiga forysta Orlando yrði að engu á þessum kafla. En heimamenn náðu að halda forystunni út leikinn. Andre Miller var með 30 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala 21 stig, þar af 20 í síðari hálfleik. Miami vann Atlanta, 108-93, á útivelli og jafnaði þar með metin í rimmu liðanna. Miami átti skelfilegan leik í fyrsta leik liðanna og skoraði ekki nema 64 stig en það var allt annað að sjá til liðsins í nótt. Dwyane Wade fór á kostum og skoraði 33 stig, þar af þrettán stig í röð í lok fyrri hálfleiks. Atlanta náði að minnka muninn tvívegis í fimm stig í fjórða leikhluta en nær komst liðið ekki. Þetta var slæmt tap fyrir liðið enda dugir nú Miami að vinna heimaleiki sína til að komast í næstu umferð úrslitakeppninnar. Atlanta vann engan leik í úrslitakeppninni á útivelli á síðustu leiktíð. Denver vann New Orleans, 108-93. Chauncey Billups fór mikinn í liði Denver og skoraði 31 stig. Hann hefur farið á kostum í þessum tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni. Alls hefur hann skorað 67 stig í leikjunum tveimur, hitt úr tólf af fimmtán þriggja stiga skotum og öllum nítján vítaköstum sínum. Þar að auki hefur hann gefið tólf stoðsendingar og ekki tapað einum einasta bolta. Sigur Denver var mjög öruggur en næstu leikir fara fram á heimavelli New Orleans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1985 að Denver kemst í 2-0 forystu í einvígi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. David West var með 21 stig fyrir New Orleans, Peja Stojakovic sautján og Chris Paul fjórtán stig og þrettán stoðsendingar.
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira