Innlent

Líðan Duncans stöðug

Duncan er lengst til hægri á myndinni.
Duncan er lengst til hægri á myndinni.
Líðan bandaríska tónlistarmannsins Duncan McKnight sem féll út um glugga íbúðar við Skólavörðustíg á föstudagsmorgun er stöðug og er honum enn haldið sofandi.

Talsmaður hljómsveitar hans, Virgin Tongues, segir að vel hafi verið mætt á tónleika á Sódómu í Reykjavík í gærkvöldi, en þar gáfu þrjár hljómsveitir vinnu sína til stuðnings Duncans og hljómsveit hans. Virgin Tongues átti að spila á þessum sömu tónleikum, en hljómsveitin kom hingað til lands til tónleikahalds og til að taka upp sína fyrstu hljómplötu.

Duncan og félagar hans voru nýkomnir úr hljóðveri þegar slysið átti sér stað á föstudagsmorguninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×