Viðskipti innlent

Tafir á uppbyggingu bankanna tefja efnahagsbata

Mats Josefsson segir að erlendir aðilar muni ekki fá áhuga á íslenskri bankastarfsemi strax. Mynd/Anton
Mats Josefsson segir að erlendir aðilar muni ekki fá áhuga á íslenskri bankastarfsemi strax. Mynd/Anton
Mats Josefsson ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu bankakerfisins, segir að erlendir aðilar muni ekki hafa áhuga á að koma inn í íslenska bankastarfsemi fyrr en um tveimur árum að lokinni uppbyggingu bankanna og ljóst orðið að þeir beri sig. Þrjár nefndir Alþingis fjalla í dag um Icesave samningana.

Allar tafir á uppbyggingu bankanna valdi töfum á efnahagsbata og geri uppbygginguna dýrari fyrir skattgreiðendur. Hann segir ekki ljóst hvort bankarnir verði verði áfram þrír. Uppbyggingu þeirra ljúki hins vegar ekki ekki með endurfjármögnun þeirra.

Endurfjármögnunin sé bara byrjunin. Mats mælir með því að reynt verði að fá erlenda eignarhaldsaðila að bönkunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×