Lesblindur tollvörður klúðraði kaupunum á Newcastle 3. október 2009 18:30 Kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á breska fótboltaliðinu Newcastle United fóru út um þúfur þegar fréttir af kaupunum láku. Samningnum fylgdi loforð um þagmælsku en sagan komst á kreik þegar lesblindur tollvörður á Reykjavíkurflugvelli las Owner í stað Owen af Newcastle treyju sem Jón Ásgeir klæddist. Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, gefur í næstu viku út bókina Ævintýraeyjan - uppgangur og endalok fjármálaveldis. Í bókinni eru samningaviðræðum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Mike Ashley eiganda Newcastle United lýst. Ármann segir að Kaupþing hafi blandast í málið vegna persónulegra kynna hans við Ashley. Honum fannst viðræðurnar við Jón Ásgeir hafa dregist á langinn, var orðinn gramur og vildi slíta viðræðunum. Ármann var þá staddur á eynni Sardínu og Ashley líka. Jón Ásgeir var aftur á móti á St. Tropez og varð það úr að þeir tveir flugu þangað á einkaþotu til að hitta Jón Ásgeir. Þar náðist munnlegt samkomulag um meginatriði samningsins. Ashley lagði á það mikla áherslu að hann myndi samstundis hætta við ef eitthvað læki út um samninginn. Nokkrum vikum síðar flaug Jón Ásgeir til Íslands á einkaþotu sinni með viðskiptafélaga sínum Pálma Haraldssyni. Þegar þeir yfirgáfu þotuna á Reykjavíkurflugvelli voru þeir báðir klæddir Newcastle treyjum. Þegar þeir fóru í gegnum tollinn töluðu þeir hátt og skýrt um samninginn og einn tollvarðanna lét dagblöðin vita. Sagt var að aftan á treyju Jóns Ásgeirs hefði staðið owner - eða eigandi. Tollvörðurinn reyndis hinsvegar lesblindur því í raun stóð Owen sem var þekktasti leikmaður félagsins þá. Pálmi vildi aldrei staðfesta fréttirnar en Jón Ásgeir neitaði þeim hinsvegar. Haft var eftir á honum á Vísi að hann hefði lofað móður sinni að kaupa aldrei fótboltalið. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á breska fótboltaliðinu Newcastle United fóru út um þúfur þegar fréttir af kaupunum láku. Samningnum fylgdi loforð um þagmælsku en sagan komst á kreik þegar lesblindur tollvörður á Reykjavíkurflugvelli las Owner í stað Owen af Newcastle treyju sem Jón Ásgeir klæddist. Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, gefur í næstu viku út bókina Ævintýraeyjan - uppgangur og endalok fjármálaveldis. Í bókinni eru samningaviðræðum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Mike Ashley eiganda Newcastle United lýst. Ármann segir að Kaupþing hafi blandast í málið vegna persónulegra kynna hans við Ashley. Honum fannst viðræðurnar við Jón Ásgeir hafa dregist á langinn, var orðinn gramur og vildi slíta viðræðunum. Ármann var þá staddur á eynni Sardínu og Ashley líka. Jón Ásgeir var aftur á móti á St. Tropez og varð það úr að þeir tveir flugu þangað á einkaþotu til að hitta Jón Ásgeir. Þar náðist munnlegt samkomulag um meginatriði samningsins. Ashley lagði á það mikla áherslu að hann myndi samstundis hætta við ef eitthvað læki út um samninginn. Nokkrum vikum síðar flaug Jón Ásgeir til Íslands á einkaþotu sinni með viðskiptafélaga sínum Pálma Haraldssyni. Þegar þeir yfirgáfu þotuna á Reykjavíkurflugvelli voru þeir báðir klæddir Newcastle treyjum. Þegar þeir fóru í gegnum tollinn töluðu þeir hátt og skýrt um samninginn og einn tollvarðanna lét dagblöðin vita. Sagt var að aftan á treyju Jóns Ásgeirs hefði staðið owner - eða eigandi. Tollvörðurinn reyndis hinsvegar lesblindur því í raun stóð Owen sem var þekktasti leikmaður félagsins þá. Pálmi vildi aldrei staðfesta fréttirnar en Jón Ásgeir neitaði þeim hinsvegar. Haft var eftir á honum á Vísi að hann hefði lofað móður sinni að kaupa aldrei fótboltalið.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira