Al Thani fjölskyldan áður í vafasömum viðskiptum 25. maí 2009 12:21 Al Thani fjölskyldan hefur áður verið rannsökuð fyrir vafasöm viðskipti. Fjölskyldan kom við sögu í einu mesta spillingarmáli Bretlands en málið tengist rannsókn á vopnaframleiðandanum BAE. Sérstakur saksóknari rannsakar nú kaup Sheik Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Þegar kaupin áttu sér stað þóttu þau góð fyrir bankann og voru sögð bankanum sérstakt fagnaðarefni. Viðskiptasaga Al Thani fjölskyldunnar er þó ekki flekklaus því hún var viðriðin eitt mesta spillingarmál Bretlands síðari tíma. Í blaðinu Khaleej Times er farið yfir málið en það snýst um milljarða mútugreiðslur og peningaþvætti stærsta vopnaframleiðanda Bretlands, BAE Systems. Málið hófst fyrir um tíu árum en fyrirtækið greiddi þóknanir til áhrifamikilla manna í Katar og Sádi Arabíu á sama tíma og það var að semja um vopnaviðskipti við ríkisstjórnir landanna. Vopnarisinn gerði samning um kaup á hervörnum við Katar upp á 500 milljónir punda árið 1996. Fyrrum utanríkisráðherra Katar, Sheik Jassim Al Thani fékk þóknun frá fyrirtækinu sem var tengd 100 milljón punda sjóðum sem voru geymdir á eynni Jersey, sem er annáluð skattaparadís. Sá sem var skráður fyrir sjóðunum og naut ágóðans af þeim var meðlimur Al Thani fjölskyldunnar. Árið 2002 tilkynntu yfirvöld í Jersey að frekari rannsókn á málinu væri ekki fyrirhuguð. Á sama tíma samþykkti Sheik Al Thani að greiða yfirvöldum á eynni 6 milljón pund. Eva Joly, sem er sérstökum saksóknara innan handar í rannsókn á bankahruninu, minntist á þetta spillingarmál þegar hún var hér á landi en nefndi þó Al Thani fjölskylduna ekki á nafn. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Al Thani fjölskyldan hefur áður verið rannsökuð fyrir vafasöm viðskipti. Fjölskyldan kom við sögu í einu mesta spillingarmáli Bretlands en málið tengist rannsókn á vopnaframleiðandanum BAE. Sérstakur saksóknari rannsakar nú kaup Sheik Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Þegar kaupin áttu sér stað þóttu þau góð fyrir bankann og voru sögð bankanum sérstakt fagnaðarefni. Viðskiptasaga Al Thani fjölskyldunnar er þó ekki flekklaus því hún var viðriðin eitt mesta spillingarmál Bretlands síðari tíma. Í blaðinu Khaleej Times er farið yfir málið en það snýst um milljarða mútugreiðslur og peningaþvætti stærsta vopnaframleiðanda Bretlands, BAE Systems. Málið hófst fyrir um tíu árum en fyrirtækið greiddi þóknanir til áhrifamikilla manna í Katar og Sádi Arabíu á sama tíma og það var að semja um vopnaviðskipti við ríkisstjórnir landanna. Vopnarisinn gerði samning um kaup á hervörnum við Katar upp á 500 milljónir punda árið 1996. Fyrrum utanríkisráðherra Katar, Sheik Jassim Al Thani fékk þóknun frá fyrirtækinu sem var tengd 100 milljón punda sjóðum sem voru geymdir á eynni Jersey, sem er annáluð skattaparadís. Sá sem var skráður fyrir sjóðunum og naut ágóðans af þeim var meðlimur Al Thani fjölskyldunnar. Árið 2002 tilkynntu yfirvöld í Jersey að frekari rannsókn á málinu væri ekki fyrirhuguð. Á sama tíma samþykkti Sheik Al Thani að greiða yfirvöldum á eynni 6 milljón pund. Eva Joly, sem er sérstökum saksóknara innan handar í rannsókn á bankahruninu, minntist á þetta spillingarmál þegar hún var hér á landi en nefndi þó Al Thani fjölskylduna ekki á nafn.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira